Verða kynnt fyrir drotningunni

Gullsmiðurinn Kristján Eyjólfsson og eiginkona hans, Yvonne, verða kynnt fyrir Elísabetu Englandsdrottningu á morgun er drottningin fær afhenta demantsnælu sem Kristján hannaði fyrir hana í tilefni af sextíu ára krýningarafmæli hennar, sem kallast demantsafmæli. Íslenskt víravirki er í nælunni.  Meira á Mbl.

Gullsmiðir bjóða mat á gulli

Vegna kaupa erlendra aðila og ófaglærðra á gulli vill FÍG – Félag íslenskra gullsmiða benda á að gullsmiðir á Íslandi kaupa brotagull og að alltaf má leita til innlendra fagaðila til að verðmeta hluti úr eðalmálmum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá FÍG. „Íslenskir gullsmiðir hafa betri þekkingu til að meta hvaða muni fólk er […]