Afmælisár FÍG – 2014

Ágætu félagsmenn Nú er 90 ára afmælisár félagsins 2014 gengið í garð. Af því tilefni munum við efna til nokkurra viðburða á árinu. Fyrst ber að nefna að haldin verður afmælissýning í samvinnu við Hönnunarsafn Íslands. Sýningin mun opna í október en stofndagur félagsins er 19. október 1924. Undirbúningur sýningarinnar hefst í febrúar með því […]

Félagar, stöndum saman.

Félag íslenskra gullsmiða ætlar að halda Þorrablót þann 7. febrúar nk. á Kaffi Reykjavík sem hefst kl. 19:00 og kostar 4.300 á mann.  Ef fólk borðar ekki punga og þessháttar þá er ekkert mál að kaupa af matseðli.  Hittumst og höfum gaman saman. Skráning hjá Maríu Hallbjörnsdóttur Húsi atvinnulífsins maria@husatvinnulifsins.is gsm 824 6104 bs 591 […]

Ágætu gullsmiðir.

Hönnunarmars í ár verður haldinn dagana 27.-30. mars og að þessu sinni mun Félag íslenskra gullsmiða standa fyrir veglegri sýningu í Hörpunni sem ber heitið SAMSPIL. Það er frábært tækifæri fyrir okkur að vera á þessum stað, þar sem mikið er um að vera í Hörpunni og fjöldi fólks mun án efa leggja leið sína […]