Sveinspróf 2014

Fimmtudaginn 5. júní kl. 18:00 mun FÍG fagna útskrift gullsmiðasveina sem luku prófi 30. maí, í húsi SI Borgartúni 35. Félagar notum tækifærið og fögnum með nýsveinum merkum áfanga í lífi þeirra. Léttar veitingar í boði. Á síðu Iðunnar má fræðast um tilhögun sveinsprófs og þær kröfur sem gerðar eru við smíði sveinsstykkja. Hér er […]

Kæru félagsmenn FÍG

Við höldum áfram að undirbúa 90 ára afmæli félagsins sem við munum fagna með afmælissýningu á Hönnunarsafni Íslands í október 2014, ef guð lofar. Afmælisnefndin hefur skipulagt nokkra viðburði til undirbúnings sýningarinnar. Næsti viðburður í undirbúningi sýningarinnar og jafnframt sá síðasti ber yfirskriftina Hvernig hugmynd verður að vöru. En þar mun Þórunn Ásgeirsdóttir vöruhönnuður kynna […]

Áríðandi tilkynning frá skemmtinefnd!

Elskulegu GULLMOLAR í FÍG Langþráður Hamingjutími a.k.a. „Happy Hour“ er á næsta leyti.  Við ætlum að hittast fimmtudaginn, þann 15. maí, kl. 19:00 á veitingastaðnum B5, í Bankastræti 5, Reykjavík.  Athugið að þeir sem ekki vilja hella í sig einum (mörgum) svellköldum geta alveg keypt sér kaffi eða kók. Hlökkum til að sjá ykkur. Skemmtinefnd Félags íslenskra gullsmiða