Gullkaup

Í Morgunblaðinu í dag, 15. nóvember, er heilsíðuaulgýsing frá gullkaupanda sem fullyrðir að hann greiði meira fyrir gull en gullsmiðir. Í ljós kom að hann greiðir 1.800,- fyrir 14k gramm meðan tveir gullsmiðir sem rætt var við greiða 2.000,- Óhætt er að segja að þessi auglýsing sé villandi og varla í takt við eðlilega viðskiptahætti.

Leit að gulli á Íslandi

Næstkomandi fimmtudag, þann 20. nóvember kl. 20:00 mun dr. Hjalti Franzson jarðfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum flytja fyrirlestur um gull í náttúrunni. Þar mun hann meðal annars rekja sögu gullleitar á Íslandi og hvað það er í íslenskri náttúru sem leiðir til að gullútfellingar myndast. Einnig mun hann fjalla um hvaða aðferðum gullleitarmenn beita til að ná sem […]