Gullmiðadagurinn 2015

Gullsmiðadagurinn er n.k. laugardag, 17. október. Þá munu gullsmiðir hreinsa uppáhaldsskartgrip viðskiptavina frítt. Búast má við að hreinsivörur verði á tilboði og gullsmiðir í hátíðarskapi. Því er kjörið að heimsækja þinn gullsmið og fá fría þjónustu og góð ráð um umhirðu fagurra muna.

Ágætu gullsmiðir

Þriðjudaginn 13. október kl. 19:00, á Sólon í Bankastræti 7a (efri hæð) ætlar félagið að halda örstuttan félagsfund. Aðalefni kvöldsins er erindi sem fræðslunefnd FÍG ætlar að bjóða okkur uppá. Einnig ætlar Sigurður Ingi Bjarnason í SIGN að segja okkur frá birgðakerfi sem hann hefur verið að nota í sínum rekstri. Við hvetjum alla til að […]

Ágætu gullsmiðir

Í tilefni af stórafmæli mínu opna ég sýningu á nytjahlutum úr silfri laugardaginn 3. október. Sýningin verður á Torginu í Þjóðminjasafninu og stendur yfir dagana 3. til 18. október á opnunartíma safnsins. Með góðri kveðju Stefán Bogi Stefánsson

Bleika slaufan

Erling Jóhannesson hönnuður og silfursmiður hannaði bleiku slaufuna í ár. Hann rekur verslun sína og verkstæði í Aðalstræti 10, elsa húsi Reykjavíkur. Þar hefur hann skapað afslappað og notalegt umhverfi, sem gaman er að heimsækja. Erling vann hugmyndasamkeppni sem var haldin af Krabbameinsfélagi Íslands í samstarfi við Félag Íslenskra gullsmiða í apríl síðastliðnum um hönnun slaufunnar og […]