Gullgerðarlist

Rússneskir vísindamenn telja sig hafa fundið leið til að vinna gull úr kolum. Reykur sem myndast við kolabruna fer í gegnum síur. Það sem eftir verður er aftur sent með vatni í gegnum síur. Þannig næst hálft gramm úr hverju tonni af kolum sem brennd eru. Nánar má lesa um gullgerðarmennina hér.

Bleika slaufan 2016

Það voru Þær Lovísa Halldórsdóttir og Unnur Eir Björnsdóttur sem unnu hugmyndasamkeppni sem var haldin af Krabbameinsfélaginu í samstarfi við Félag Íslenskra gullsmiða í apríl síðastliðnum um hönnun slaufunnar 2016 og lýsa þær formi hennar þannig; “Bleika slaufan 2016 táknar stuðningsnetið sem mikilvægast er þeim konum sem greinast með krabbamein – fjölskyldan og samfélagið”.  Nánar.

Gullsmiðir fræðast um skráningu á vörumerkjum og hönnun.

Félag íslenskra gullsmiða stóð fyrir fundi um skráningu á vörumerkjum og hönnun í Húsi atvinnulífsins fimmtudaginn 22. september. Farið var yfir hvað vörumerki væri og til hvers ætti að skrá vörumerki hjá Einkaleyfastofu. Helstu kostir skráningar er vernd áður en notkun hefst á merki. Auk þess er hægt að fá úr því skorið áður en […]

Jólabæklingur FÍG

Sælir kæru félagar Vegna góðs árangurs með jólabækling FÍG í fyrra höfum við ákveðið að safna saman í bækling fyrir þessi jól en við verðum að hafa hraðar hendur. Ef undirtektirnar verða jafn góðar og í fyrra má búast við að verðið verði svipað. Sniðið á bæklingnum verður það sama og í fyrra, pappír og stærð. […]

4.5 kg gullklumpur

fannst fyrr í þessum mánuði í Ástralíu.  Þessi risa klumpur sem kallaður hefur verið -Friday’s Joy- fannst í Viktoríufylki í suðurhluta Ástralíu. Finnandinn er ákveðinn í að selja hann og kaupa sér húsbíl og ferðast um ástralska meginlandið. Nánar hér.