Nox í útrás

Jóhannesi Arnljóts Ottóssyni hefur verið boðið að taka þátt í sýningu sem haldin er í París á sjálfri Signu. Stjórnandi sýningarinnar er Jessica Minh Anh sem er stórstjarna í heimi hátískunnar og er þetta mikill heiður fyrir Jóhannes og virðingarvottur íslenskri gullsmíði. Hér má fræðast um Jessicu Minh Anh og sýningu hennar frá því í […]

Félagsfundur þann 25. apríl sl.

Á fundinum voru rædd drög að nýrri námskrá.  Stjórn  og fræðslunefnd FÍG stóðu að honum. Margar góðar uppbyggilegar ábendingar um það hvernig bæta megi námið í gull- og silfursmíði komu fram. Voru menn sammála um að ekki mætti stytta verklegt nám á vinnustað. Breyta mætti áherslum í verknámi skólans, í stuttu máli auka praktískt verklegt nám. Stytt […]

Faldbúningur Rannveigar Filipusdóttur Sívertsen

Föstudaginn 26. febrúar fékk Byggðasafn Hafnarfjarðar og Hafnarfjarðarbær afhentan faldbúning á Rannveigu Filipusdóttur Sívertsen. Búningurinn er gjöf frá Annríki – Þjóðbúningar og skart sem hjónin Guðrún Hildur Rosenkjær, klæðskeri og sagnfræðingur og Ásmundur Kristjánsson gullsmiður unnu í samstarfi við hópinn Faldafreyjur sem skipaður er 9 konum. Nánar á heimasíðu Annríkis.

HönnunarMars

HönnunarMars fram dagana 10. -13. mars. Heiti og þema sýningar FÍG að þessu sinni er iðnaður/industrial -Lifandi vinnustofa gullsmiða og verður sett upp í Hafnarhúsinu. Rýminu verður skipt upp í tvennt, annarsvegar sýningarsvæði og hinsvegar verkstæði þar sem 2-3 gullsmiðir verða að störfum. Verkefnastjórar eru Jóhannes Ottósson og Unnur Eir Björnsdóttir.

Aðalfundur

Ágætu félagsmenn. Aðalfundur Félags íslenskra gullsmiða verður haldinn laugardaginn 5. mars nk. í golfskála Golfklúbbs Reykjavíkur (GR), Grafarholti og hefst fundur klukkan 17:00.  Að fundi loknum eru gullsmíðanemar og aðrir velunnarar félagsins velkomnir til að njóta með okkur kvöldverðar og verður barinn opinn fram eftir kvöldi. Gert er ráð fyrir borðhald hefjist klukkan 20:00. Gestir […]

Nýsveinahátíð

Lena Rut og meistari hennar Anna María á nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur. Þær voru verðlaunaðar fyrir afburðaárangur á sveinsprófi. Nýsveinahátíð IMFR var haldin hátíðleg í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur fyrr í þessum mánuði.