Aðalfundur FÍG

Ágætu félagsmenn 

Aðalfundur Félags íslenskra gullsmiða verður haldinn laugardaginn 21. mars nk. í golfskála Golfklúbbs Reykjavíkur (GR), Grafarholti og hefst klukkan 17:00.

Dagskrá aðalfundar:

  1. Inntaka nýrra félaga
  2. Fundargerð síðasta aðalfundar
  3. Skýrsla stjórnar
  4. Skýrslur nefnda
  5. Kosning nýrrar stjórnar
  6. Kosning í nefndir
  7. Önnur mál

Stjórn Félags íslenskra gullsmiða.

Kæru gullsmiðir

Á morgun fimmtudaginn 4. desember mun Hönnunarmiðstöð Íslands bjóða í aðventuknús að Vonarstræti 4b. Gaman væri ef gullsmiðir sæu sér fært að kíkja við, þar sem Félag íslenskra gullsmiða er ein af grunnstoðum Hönnunarmiðstöðvar.

Eftir aðventuknúsið er þá ekki tilvalið að við gullsmiðir hittumst á Happy hour á B5 kl. 19:00, eiga stutta (langa ef Leifur og Dídi mæta) kvöldstund saman svona rétt áður en að haldið er inn í jólastússið!

Kveðja,

nefndin.

Gullkaup

Í Morgunblaðinu í dag, 15. nóvember, er heilsíðuaulgýsing frá gullkaupanda sem fullyrðir að hann greiði meira fyrir gull en gullsmiðir. Í ljós kom að hann greiðir 1.800,- fyrir 14k gramm meðan tveir gullsmiðir sem rætt var við greiða 2.000,- Óhætt er að segja að þessi auglýsing sé villandi og varla í takt við eðlilega viðskiptahætti.

Leit að gulli á Íslandi

Næstkomandi fimmtudag, þann 20. nóvember kl. 20:00 mun dr. Hjalti Franzson jarðfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum flytja fyrirlestur um gull í náttúrunni. Þar mun hann meðal annars rekja sögu gullleitar á Íslandi og hvað það er í íslenskri náttúru sem leiðir til að gullútfellingar myndast. Einnig mun hann fjalla um hvaða aðferðum gullleitarmenn beita til að ná sem bestum árangri, hvernig mat á vænlegum svæðum er gert og hvernig gullið er unnið úr berginu. Er von til þess að íslenskir gullsmiðir geti notað íslenskt gull í framtíðinni? Fyrirlesturinn er í tengslum við afmælissýningu FÍG, Prýði, sem stendur yfir í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ.

Kíkið við á fimmtudagskvöldið og fræðist um áhugavert efni!