90 ára afmælissýning FÍG

Kæru félagsmenn. Að gefnu tilefni vill sýningarnefnd afmælissýningar FÍG taka fram eftirfarandi: Smíðisgripir sýningarinnar eru EKKI bundnir ákveðnu þema. Á tveimur félagsfundum síðastliðið vor fór fram umræða um hvort binda ætti sýninguna við ákveðið þema og var einkum rætt um íslenska myndlist/höggmyndlist í því sambandi. Mörgum leist vel á en öðrum ekki, eins og gengur. […]

Á Menningarnótt

Í tilefni Menningarnætur laugardaginn 23. ágúst mun Dýrfinna Torfadóttir, gullsmiður opna nýja sýningu Á skörinni hjá HANDVERKI OG HÖNNUN, Aðalstræti 10 í Reykjavík. Dýrfinna mun sýna tvær ólíkar línur í skartgripagerð. Hún fetar óhefðbundnar slóðir eins og svo oft áður og gerir nú tilraunir með salt úr Saltvinnslunni á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp og nýtir með […]

Karl Guðmundsson

Karl Guðmundsson (1905- 1950) myndskeri frá Þinganesi lærði myndskurð hjá Ríkarði Jónssyni. Karl hannaði muni fyrir marga gullsmiði, nefna má Guðjón Bernharðsson og Guðlaug A. Magnússon. Fyrir þá teiknaði hann skartgripi og borðbúnað sem enn er framleiddur áratugum eftir sviplegt fráfall listamannsins Karls Guðmundssonar sem lesa má um hér.

Jens Guðjónsson

Hansína Jens, dóttir Jens Guðjónssonar heitins gullsmiðs, hefur áhuga á því að heyra frá þeim er kunna sögur af föður hennar. Þeim sem luma á sögum er bent á að hafa samband við Hansínu í síma 551 8448 eða senda póst á hansinajens@hansinajens.is

Sveinspróf 2014

Fimmtudaginn 5. júní kl. 18:00 mun FÍG fagna útskrift gullsmiðasveina sem luku prófi 30. maí, í húsi SI Borgartúni 35. Félagar notum tækifærið og fögnum með nýsveinum merkum áfanga í lífi þeirra. Léttar veitingar í boði. Á síðu Iðunnar má fræðast um tilhögun sveinsprófs og þær kröfur sem gerðar eru við smíði sveinsstykkja. Hér er […]

Kæru félagsmenn FÍG

Við höldum áfram að undirbúa 90 ára afmæli félagsins sem við munum fagna með afmælissýningu á Hönnunarsafni Íslands í október 2014, ef guð lofar. Afmælisnefndin hefur skipulagt nokkra viðburði til undirbúnings sýningarinnar. Næsti viðburður í undirbúningi sýningarinnar og jafnframt sá síðasti ber yfirskriftina Hvernig hugmynd verður að vöru. En þar mun Þórunn Ásgeirsdóttir vöruhönnuður kynna […]

Áríðandi tilkynning frá skemmtinefnd!

Elskulegu GULLMOLAR í FÍG Langþráður Hamingjutími a.k.a. „Happy Hour“ er á næsta leyti.  Við ætlum að hittast fimmtudaginn, þann 15. maí, kl. 19:00 á veitingastaðnum B5, í Bankastræti 5, Reykjavík.  Athugið að þeir sem ekki vilja hella í sig einum (mörgum) svellköldum geta alveg keypt sér kaffi eða kók. Hlökkum til að sjá ykkur. Skemmtinefnd Félags íslenskra gullsmiða  

Dóra Jónsdóttir gullsmiður fjallar um skautbúning Alexandrínu Danadrottningar

Þriðjudaginn 1. apríl klukkan 12 mun Dóra Jónsdóttir gullsmiður fjalla um skautbúning Alexandrínu Danadrottningar í hádegisfyrirlestri í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins. Fyrirlesturinn er öllum opinn.Árið 2006 var haldin ráðstefna þjóðbúningafélaga af öllum Norðurlöndum þar sem sérstaklega var fjallað um silfur og málmskraut á þjóðbúningum. Þá komu upp hugmyndir um að gaman væri að fá búning Alexandrínu drottningar […]