Undirbúningsnefndin þetta árið er skipuð þrem nýliðum og einum reynslubolta, það eru; Alda, Sunna, Eyþór og Halla. Eru allir gullsmiðir hvattir til þátttöku. Þemað þessu sinni er NYTJAHLUTUR. Leggur sýningarnefnd til að hverjum þátttakenda verði afhentur munur sem nota skal sem kveikju eða innblástur við smíðina. Þátttakendur eru boðaðir til fundar þann 1. febrúar kl 18:30 í Tækniskólanum, gullsmíðastofunni – stofa 239. Ferkari upplýsingar koma svo í tölvupósti frá SI.
Hlökkum til að sjá ykkur.