Rússneska námufyrirtækið Alrosa hefur tilkynnt að sala á demöntum í september hafi minnkað miðað við árið í fyrra. Sömu sögu er að segja af De Beers þar sem sölutölur eru langt frá tölum fyrra árs. Ánægjulegri tíðindi eru að Alrosamenn hafa fundið 27.85 ct bleikan gæðastein sem fer á uppboð í þessum mánuði. Það er stærsti bleiki demantur sem þeir hafa fundið og hafa 67 fyritæki sýnt steininum áhuga. Nánar á vef National Jeweler.