Kæru gullsmiðir, Nú fer að styttast í okkar árlega HönnunarMars, sem haldinn verður dagana 23-26. mars. Í ár efnir félagið til sérstakrar hönnunarsamkeppni sem ber heitið SAMSUÐA. Innsend verk verða framlag okkar fagfélags í sýningunni á HönnunarMars og verða sýnd í Hörpunni. Skipuð verður sérstök dómnefnd sem velur bestu hönnunina. Í dómnefnd munu sitja faglærðir einstaklingar innan hönnunar. HönnunarMars er kjörið tækifæri til að koma sér á framfæri. Gullsmiðir eru hvattir til að taka þátt, bæði félagsmenn og þeir sem ekki eru skráðir í félagið.
Fyrirspurnir skulu sendast á sýningarnefnd olgaperla@hotmail.com eða sigridur@ask.is