Gullforðinn heim

Þýski seðlabank­inn hef­ur haf­ist handa við að flytja gull­birgðir sín­ar heim til Þýska­lands. Gullið hef­ur allt frá tím­um Kalda stríðsins verið geymt í Par­ís og New York. Um er að ræða 3.378 tonn af gulli sem met­in eru á um 120 millj­arða evra og hef­ur gull­forðinn orðið tákn­mynd þýsks fjár­mála­stöðug­leika. Íslendingar gætu keypt 6 tonn árlega fyrir þá upphæð sem fer í vaxtagreiðslur af gjaldeyrisforða þjóðarinnar m.v. vaxtagreiðslur ársins 2012 og verð á gulli um þessar mundir. 3.378 tonn jafngilda því að Íslendingar ættu tæp 14 tonn hlutfallslega en magnið er á bilinu 1 til 2 tonn í reynd. Nánar á Mbl.is