Þýski seðlabankinn hefur hafist handa við að flytja gullbirgðir sínar heim til Þýskalands. Gullið hefur allt frá tímum Kalda stríðsins verið geymt í París og New York. Um er að ræða 3.378 tonn af gulli sem metin eru á um 120 milljarða evra og hefur gullforðinn orðið táknmynd þýsks fjármálastöðugleika. Íslendingar gætu keypt 6 tonn árlega fyrir þá upphæð sem fer í vaxtagreiðslur af gjaldeyrisforða þjóðarinnar m.v. vaxtagreiðslur ársins 2012 og verð á gulli um þessar mundir. 3.378 tonn jafngilda því að Íslendingar ættu tæp 14 tonn hlutfallslega en magnið er á bilinu 1 til 2 tonn í reynd. Nánar á Mbl.is