Ágætu félagsmenn,

Minnum á skráningu á aðalfund FÍG sem haldinn verður laugardaginn 25. febrúar nk. í Golfskála Golfklúbbs Reykjavíkur (GR), Grafarholti, 113 Reykjavík og hefst fundur klukkan 16.00. Skráning fer fram á netinu, stjórnin.

Gullforðinn heim

Þýski seðlabank­inn hef­ur haf­ist handa við að flytja gull­birgðir sín­ar heim til Þýska­lands. Gullið hef­ur allt frá tím­um Kalda stríðsins verið geymt í Par­ís og New York. Um er að ræða 3.378 tonn af gulli sem met­in eru á um 120 millj­arða evra og hef­ur gull­forðinn orðið tákn­mynd þýsks fjár­mála­stöðug­leika. Íslendingar gætu keypt 6 tonn árlega fyrir þá upphæð sem fer í vaxtagreiðslur af gjaldeyrisforða þjóðarinnar m.v. vaxtagreiðslur ársins 2012 og verð á gulli um þessar mundir. 3.378 tonn jafngilda því að Íslendingar ættu tæp 14 tonn hlutfallslega en magnið er á bilinu 1 til 2 tonn í reynd. Nánar á Mbl.is

HönnunarMars

Kæru gullsmiðir, Nú fer að styttast í okkar árlega HönnunarMars, sem haldinn verður dagana 23-26. mars. Í ár efnir félagið til sérstakrar hönnunarsamkeppni sem ber heitið SAMSUÐA. Innsend verk verða framlag okkar fagfélags í sýningunni á HönnunarMars og verða sýnd í Hörpunni. Skipuð verður sérstök dómnefnd sem velur bestu hönnunina. Í dómnefnd munu sitja faglærðir einstaklingar innan hönnunar. HönnunarMars er kjörið tækifæri til að koma sér á framfæri. Gullsmiðir eru hvattir til að taka þátt, bæði félagsmenn og þeir sem ekki eru skráðir í félagið.

Fyrirspurnir skulu sendast á sýningarnefnd olgaperla@hotmail.com eða sigridur@ask.is

Frá Dóru

Fróðleik frá Dóru um dularfulla stimpla má finna hér. Skemmtilesning fyrir gullsmiði og áhugasama grúskara.

2017

ea3a4b36-ed88-48f8-8611-4863fe641155

Öllum er hulið hvað árið nýja ber í skauti sínu, hvort það verður blítt eða strítt.

Gleðilegt nýtt ár, ár sem Sameinuðu þjóðirnar hafa tileinkað sjálfbærri ferðaþjónustu og efnahagslegri þróun.

FÍG óskar félagsmönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla. Megi nýja árið verða Íslendingum heilladrjúgt. Höfum í huga varnaðarorðin í þjóðvísunni sem segir:

Tíminn líður trúðu mér

taktu maður vara á þér

heimurinn er sem hála gler

hugsaðu hvað á eftir fer.

baeklingur

Hér er hinn stórglæsilegi og margrómaði jólabæklingur FÍG. Jólagjafir fyrir vandláta á sanngjörnu verði.

Gullgerðarlist

gullgerdarlist

Rússneskir vísindamenn telja sig hafa fundið leið til að vinna gull úr kolum. Reykur sem myndast við kolabruna fer í gegnum síur. Það sem eftir verður er aftur sent með vatni í gegnum síur. Þannig næst hálft gramm úr hverju tonni af kolum sem brennd eru. Nánar má lesa um gullgerðarmennina hér.

annriki

Á fésbókarsíðu Annríkis má fræðast um þjóðlegt handverk sem tengist íslenskum búningum kvenna og karla. Það er ánægjulegt að sjá
mikinn metnað fyrir fögru handverki og varðveislu dýrmætrar þekkingar á þeim bæ.

erlinghelga

Gullsmiðirnir Helga Ósk Einarsdóttir og Erling Jóhannesson hafa opnað nýja verslun og vinnustofu að Hverfisgötu 39, í hjarta Reykjavíkur.  Sjá hér grein í Kvennablaðinu.

« Older entries