baeklingur

Hér er hinn stórglæsilegi og margrómaði jólabæklingur FÍG. Jólagjafir fyrir vandláta á sanngjörnu verði.

Gullgerðarlist

gullgerdarlist

Rússneskir vísindamenn telja sig hafa fundið leið til að vinna gull úr kolum. Reykur sem myndast við kolabruna fer í gegnum síur. Það sem eftir verður er aftur sent með vatni í gegnum síur. Þannig næst hálft gramm úr hverju tonni af kolum sem brennd eru. Nánar má lesa um gullgerðarmennina hér.

annriki

Á fésbókarsíðu Annríkis má fræðast um þjóðlegt handverk sem tengist íslenskum búningum kvenna og karla. Það er ánægjulegt að sjá
mikinn metnað fyrir fögru handverki og varðveislu dýrmætrar þekkingar á þeim bæ.

erlinghelga

Gullsmiðirnir Helga Ósk Einarsdóttir og Erling Jóhannesson hafa opnað nýja verslun og vinnustofu að Hverfisgötu 39, í hjarta Reykjavíkur.  Sjá hér grein í Kvennablaðinu.

gimsteinn

Námu­verka­menn í Búrma hafa fundið heims­ins verðmæt­asta jaði, 175 tonna stein.  Í frétt Mbl seg­ir að steinn­inn sé tal­inn 19 millj­arða ís­lenskra króna virði.

lov_unn_

Það voru Þær Lovísa Halldórsdóttir og Unnur Eir Björnsdóttur sem unnu hugmyndasamkeppni sem var haldin af Krabbameinsfélaginu í samstarfi við Félag Íslenskra gullsmiða í apríl síðastliðnum um hönnun slaufunnar 2016 og lýsa þær formi hennar þannig; “Bleika slaufan 2016 táknar stuðningsnetið sem mikilvægast er þeim konum sem greinast með krabbamein – fjölskyldan og samfélagið”.  Nánar.

Félag íslenskra gullsmiða stóð fyrir fundi um skráningu á vörumerkjum og hönnun í Húsi atvinnulífsins fimmtudaginn 22. september. Farið var yfir hvað vörumerki væri og til hvers ætti að skrá vörumerki hjá Einkaleyfastofu. Helstu kostir skráningar er vernd áður en notkun hefst á merki. Auk þess er hægt að fá úr því skorið áður en farið er út í kostnaðarsamt markaðsstarf hvort hægt er að fá einkarétt á merkinu. Þá er auðvelt að sanna rétt til vörumerkis ef um ágreining verður að ræða. Skráningargjald er 28 þúsund krónur og gildir í 10 ár sem hægt er síðan að framlengja um 10 ár í senn. Á vefsíðu Einkaleyfastofu er hægt að fá frekari upplýsingar.  Af vef SI.

Jólabæklingur FÍG

Sælir kæru félagar

Vegna góðs árangurs með jólabækling FÍG í fyrra höfum við ákveðið að safna saman í bækling fyrir þessi jól en við verðum að hafa hraðar hendur. Ef undirtektirnar verða jafn góðar og í fyrra má búast við að verðið verði svipað. Sniðið á bæklingnum verður það sama og í fyrra, pappír og stærð.

Við viljum að bæklingurinn verði lýsandi fyrir íslenska skartgripasmíði og okkur til sóma. Eftirfarandi atriði þarf að uppfylla:

Bakgrunnur mynda: Svartur eða hvítur.

Módel myndir leyfilegar.

Stilla erlendri framleiðslu í hóf, aðallega íslensk smíð.

Ekki nein úr, töskur eða aðrar vörur en gull og silfursmíði.

Við viljum benda á Írisi ljósmyndara ef ykkur vantar faglegar myndir, en verið í sambandi við hana með góðum fyrirvara.

Svar vegna áhuga um þátttöku þarf að berast fyrir föstudaginn 19. September.  Síðar verður haft samband með lokaverð og staðsetningu í blaðinu.

www.markadsnefndfig@gmail.com

gullm

fannst fyrr í þessum mánuði í Ástralíu.  Þessi risa klumpur sem kallaður hefur verið -Friday’s Joy- fannst í Viktoríufylki í suðurhluta Ástralíu. Finnandinn er ákveðinn í að selja hann og kaupa sér húsbíl og ferðast um ástralska meginlandið. Nánar hér.

arnaS

Formaður vor á leik Íslands og Austurríkis.

« Older entries