Tenerife Pearl

Tenerife er stærsta eyja Kanaríeyjaklasans og þar er perlufyrirtækið -Tenerife Pearl-. Fyrirtækið rekur 7 verslanir á eyjunum og stóran sýningarsal í Adeje á Tenerife.

Þar er hægt að fylgjast með fólki vinna við að þræða festar og ná perlum úr skeljum. Fyrirtækið vinnur með hönnuðum og sjá má afraksturinn í sýningarsölum þess.

Fyrirtækið ræktar sínar eigin perlur ásamt því að nota perlur frá öðrum framleiðendum. Hér má sjá perlur í skeljum ásamt nokkrum verkfærum.

Skartgripir sem skarta ræktuðum ferskvatnsperlum, sjávarperlum, Havaí perlum og dýrindis suðurhafsperlum fylla sýningarsali.

Verðmætustu perlur heims eru suðurhafs perlur eins og á þessari mynd.

Starfsfólk veitir góð ráð í sambandi við umhirðu. Það helsta sem hafa ber í huga er að forðast að perlur komist í snertingu við snyrtivörur, sápur og olíur. Best er að þrífa perlur með rökum klút. Geyma á perlur þar sem þær nuddast ekki saman við t.d. aðra skartgripi. Einnig ráðleggur starfsfólkið að festar séu þræddar einu sinni á ári ef þær eru oft notaðar.

Í sýnigarsalnum í Adeje er þetta tilkomumikla perlutré.

Heimasíða Tenerife Pearl

 

AR