Gullsmiðir á Bessastöðum

Arna Stjarna formaður FÍG átti frumkvæði að því að heimsækja forsetahjónin Guðna Th. Jóhannesson og Elízu Reid. Tóku þau hlýlega á móti forvitnum gullsmiðum. Hugmyndin var sú að gull-og silfursmiðir fengju að skoða silfurborðbúnað embættisins. Í ljós kom að borðbúnaðurinn er smíðaður í London 1941 og hafði Sveinn Björnsson frumkvæði að því að sögn Guðna. Sveinn var ríkisstjóri frá 1941 til 1944 er hann var kosinn forseti á Þingvöllum 17. júní. Glatt var á Hjalla eins og sést á nokkrum myndum að neðan, í misjöfnum gæðum.

Anna María Sveinbjörnsdóttir og Sif Ægisdóttir.
Stefán Bogi og Hrund Einarsdóttir.
Sigmar Maríusson og Hrund.
Lilja Unnarsdóttir, Sigmar og Hans Kristján Einarsson Hagerup.
Svandís B. Ólafsdóttir og Lilja.
Hrund og Dóra G. Jónsdóttir.
Sólborg Sigurrós Sigurðardóttir.
Páll Sveinsson og Halldór Kristinsson.
Halldór Kristinsson.
Eliza Reid forsetafrú og Sif Ægis.
Sigríður Halldórsdóttir.
Sigríður, Ásdís Þórkatla Hafsteinsdóttir og Anna María.
Hans Kristján, Hrannar F. Hallgrímsson og Kristinn Þór Ólafsson.
Starfsmaður embættisins og Arna Stjarna.
Stefán Bogi, Halla Bogadóttir, Dóra Guðbjört, Leifur og fremstur er Sigmar.
Leifur Jónsson gullsmíðameistari, hönnuður og stórkaupmaður.
Páll Sveinsson, forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og Arna Arnardóttir formaður FÍG.
Rósa og Eggert Hannah.
Ásdís og Anna María.
Svandís B. Ólafsdóttir.
Lovísa Halldórsdóttir Olesen.
Berglind Snorradóttir.

 

Ábendingar og góðar myndir vel þegnar.

netnefnd hjá gullsmidir.is

Hrannar Freyr sendi nokkrar myndir: