Eddu veröld í Borgarnesi.

Haukur Halldórsson ásatrúar- og listamaður á heiðurinn af sýningu sem spannar 9 heima goðafræðinnar. Hann hefur smíðað 25 fermetra líkan sem skoðað er undir hljóðleiðsögn sem hægt er að fá á fjórum tungumálum; íslensku, norsku, ensku og þýsku. Leiðsögnin tekur um 20 mín. Listamaðurinn hugsaði líkanið sem fjögurra ferkílómetra skemmtigarð. Haukur er þekktur m.a. fyrir hönnun sína á skartgripum í anda forfeðra og formæðra okkar Íslendinga.

thor
Þór þrumuguð Hauks Halldórssonar.

Þrjár handverkskonur hafa aðstöðu í Eddu veröld. Ein þeirra er gullsmiðurinn Júlíana Karlsdóttir sem lærði hjá Dóru Guðbjörtu Jónsdóttur í Gullkistunni. Júlíana selur þar muni sína sem margir eiga rætur í gömlu þjóðlegu handverki. Það leynir sér ekki að hún hefur lært á gamalgrónu verkstæði.

DSC00789
Líkan Hauks Halldórssonar af veröld Eddu.

 

DSC00796
Eddu veröld í Englendingavík. Séð frá Brákarey.

Eyjan Brák er nefnd eftir Þorgerði brák, sem var ambátt á Borg og fóstra Egils Skallagrímssonar.

 

 

AR