Kaup á brotagulli

Nauðsynlegar upplýsingar við kaup á brotagulli.


  • Fyrirtæki:
  • Viðskiptavinur, nafn og kennitala:
  • Lýsing á hlutum og þyngd:
  • Verð:
  • Greiðslumáti:
  • Undirskrift seljanda:

 

Óþarft er að minna gullsmiði á að passa uppá gripi sem hafa sögulegt gildi og fáir aðrir þekkja hvað liggur að baki vel unnum munum. Rétt er að benda viðskiptavinum á verðmæti sem felst í auknu sögulegu eða listrænu gildi. Við kaup á brotagulli er gott að geyma hluti í ákveðinn tíma áður en þeir eru bræddir. Það gætu verið t.d. tveir mánuðir. Auk ofangreindra upplýsinga má einnig taka mynd af gripunum.  Góð regla er að biðja seljanda að framvísa skilríkjum.