K Norðfjörð heildverslun

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í Skipholti 50c er heildverslun Kjartans Norðfjörð. Þar má finna gjafavöru ýmiskonar sem hentar m.a. gullsmíðaverslunum. Mikið úrval af skírnar- og tækifærisgjöfum auk skartgripa úr gulli, silfri og stáli sem orðið er mjög vinsælt. Kjartan, sem er mikill séntilmaður, hefur auk þessa ávallt fyrirliggjandi keðjur úr gulli, silfri og stáli.

Rekja má grunn fyrirtækisins aftur til ársins 1902 er afi Kjartans, Jóhannes Norðfjörð úrsmiður stofnaði verslun á Sauðárkróki eftir nám í Stafangri. 1912 flyst verslunin til Reykjavíkur. Margir, sem eru á besta aldri, minnast verslunarinnar þegar hún var í Austurstræti 14 á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis í hjarta bæjarins um miðja síðustu öld. Nokkrir þekktir úrsmiðir unnu þar og má nefna Karl Guðmundsson og Helga Sigurðsson sem nam þar iðn sína.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skírnargjafirnar eru í miklu úrvali og koma í vönduðum öskjum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Að ofan: Stál herrakeðjur, stál viðhengi og lokkar; silfur barnahringar og stál vasapelar sem henta við ýmiskonar veiðar.

Að neðan: Verslun Wilhelms Norðfjörð við Hverfisgötu 49 og jólasala árið 1919.

 

Fróðleg grein um sögu fyrirtækjanna birtist í Mbl. 3. Mars 1982 á blaðsíðu 20 og 21.

KN

 

 

 

 

 

 

Þökkum Kjartani góðar móttökur og að standa ávallt vaktina fyrir okkur gullsmiði með afbragðs vöru og þjónustulipurð.

 

 

AR