Frá Dóru

 

 

Ýmis fróðleikur frá Dóru G. Jónsdóttur heiðursfélaga FÍG.

Í dag kom kona sem hafði keypt gamla skotthúfu með hólki og öllu til heirandi. Hólkurinn er með 3 gallerí og ég renndi þeim til, til þes að gá hvort ég fyndi stimpil, Jú það leyndist einn þar á bakvið SH. Ég áttaði mig ekki straks og gáði í bókina hans Þórs og þar fann ég Magnús Hannesson með stimpilinn SH og svo fann ég þessa skemmtilegu auglýsingu í gamalli Ísafold.

-o-

Kveðja Dóra.

Í norskri bók: Draktsölv sem Jorunn Fossberg hefur tekið saman, fann ég þessa mynd af þessari norsku brúðarkórónu frá því um 1600 og sá hvað skreytingin neðst er lík gömlu munstri sem hér hefur verið mikið notað og kallað millistykki, sennilega vegna þess hve algengt var að nota það milli stokka í gömlum stokkabeltum, með mismunandi munstrum, svo sem sjá má í fórum Þjóðminjasafns. Það kemur fram hvenær smiðurinn var til staðar, en munstrið er trúlega eldra, steypt og notað aftur og aftur. Seinna (sennilega á striðsárunum) var farið að búa til armbönd með þessu munstri og urðu þau vinsæl.

Ég náði sambandi við Helgu Hallbergsdóttur, safnvörð í Vestmannaeyjum og ætlar hún að skoða þá gripi sem til eru eftir Gísla Lárusson og láta okkur vita.

-o-

Í morgun kom kona með gamla muni að sýna mér. Þar á meðal var falleg lítil næla með stimpli, sem ég man ekki eftir að hafa séð. Stimpillinn virðist í fljótu bragði vera SF, en er kannské mögulega SE. Ég fann 3 í bókinni hans Þórs sem gætu átt við SE, en engan með SF.

Skarphéðinn Einarsson 1874 – 1944, Skúli Einarsson 1806 – 1846 og Stefá Eggertsson 1803 – 1887.

Þar segir Þór að Skúli hafi verið með stimpil SE. Skúli finnst mér nú líklegur, hann var sonur Einars Skúlasonar á Tannstaðabakka.

-o-

 

Ásmundur Jónsson, gullsmíðanemi 1942-46

-o-

Stimpill sem hugsanlega er frá Gísla Lárussyni. Ábendingar vel þegnar.

-o-

Eyjólfur Randver Árnason (1910- 1987)  E.R.Á.

Þekkja menn þennan stimpil -ÁK-:

Hann er á bréfahnífi sem skreyttur er þessari mynd:

Mér sýnist Íslandið vera okkar land, sem pabbi og afi minn Samúel Eggertsson hálpuðust að við að hanna

Í byrjun stríðsins því afi var kortagerðarmaður og fékkst við landmælingar.

Með bestu kveðju

Dóra

-o-

Hér er mynd af gamalli nælu, sem er óstimpluð. Mér finnst hún minna ansi mikið á beltispör, sem ég sendi þér einhverntíma mynd af, þau voru með stimpli Páls Þorkelssonar. En hún gæti kannské verið eftir annanhvorn þeirra bræðra Björn eða Baldvin Björnssyni. Þeir voru ekki duglegir að stimpla sína muni. Sérstaklega ekki Björn.  Kveðja Dóra.

-o-

Þegar verið er að flytja þarf að setja bækur og fleira í poka eða kassa. Þá kemur líka ýnislegt í ljós, sem þó má ekki taka tíma til

að grúska yfir. Eina fann ég í gærkveldi sem ég gat ekki stillt mig að skoða betur og þar kom líka ýmislegt í ljós, en þar sem það var svo langt, þá gerði ég styttri útgáfu af einum hluta aðallega til að senda einni frænku minni, sem hefur verið að spyja mig um þessa Mörtu Stefánsdóttur sem var amma mín og langamma hennar.

Nú datt mér í hug að senda þér þetta, því þú hefur gaman af grúski. Þar sem þetta snýst líka um gullsmið sem er getið í Gullsmiðatali og bók Þós Magnússonar, á þetta kannské erindi inn á síðuna okkar, sem ég held að allt of fáir nenni að lesa!

Kveðja Dóra

 

Um Brísingamen Freyju

“Brísingamen”, — hjartalaga plata úr hreinu gulli, er huldukona hafði gefið

mennskri konu að launum fyrir að hjálpa henni í barnsnauð. Þetta “Brísinga-

men” var síðan notað til lækninga um allt Snæfellsnes og í næstu sýslum um

nærri heillar aldar sheið, og hafði þá nattúru, að lina og lækna allar kvalir,

þrautir og þjáningar jafnskjótt og það snerti sjúklinginn, svo hann varð albata,

eða hann dó, að öðrum kosti, þrauta- og þjáningalaust, ef  að dagar hans voru

taldir eða skapadægur komið. En það fylgdi meni þessu sú kvöð, að það tapaði

krafti sínum til lækninga, ef það færi úr ætt þeirrar konu, er fengið hafði það

upphaflega frá huldukonunni, er gaf það. — Sagði Marta, að  “Brísingamen” þetta

hefði verið við líði fram að miðri síðustu öld, en missti þá náttúru sína af því

meninu var fargað úr þeirri ætt, er ein mátti um það fjalla. Kvað hún þá ætt hafa

haft mikla hæfileika til líkama og sálar: fjærsýni, forspár, skyggni og sköpunar-

hæfileika.

Faðir Mörtu, Stefán Jónsson, gullsmiður, frá Höll í Þverárhlíð var svo fenginn til

að smíða giftingahringi úr þessu gullmeni (Brísingameninu), og gerði hann það,

en Stefán var þá eini lærði gullsmiðurinn, þar um slóðir; hafði hann lært erlendis

 og stundað þar gullsmíðar um 19 ára skeið.

Fyrsti mannlegi handhafi þessarar dýrmætu hjartalaga gullplötu, sem enginn efi

er, að hefur verið Brísingamen, var Kristín Pétursdóttir (Einarssonar) prests í

Miklaholti í Miklaholtssókn. Hún var fædd 5. nóvember 1727.

Skráð hefur Jochum Eggertsson (Skuggi).

-o-           

Plata með ýmsum stimplum félagsmanna FÍG

Þessa plötu fékk ég einhverntíma afhenta úr dánarbúi Björns heitins Halldórssonar og fyrst ég er búin að koma henni í tölvuna datt mér í hug að þið hefðuð gaman af að sjá hana lika.

Hann fór á milli verkstæða og safnaði stimplum.

Þarna er stimpill Óskars Gíslassonar öðruvísi en sá sem er á sveinstykkinu. Þar eru satafirnir sömu gerðar og stimpillinn á beltinu en þarna eru þeir mjórri og á báðum þessum stimplum Óskars fellur rammin þétt að allt í kring, en á hinum er hann aflangur og meiri flötur sjáanlegur.

Með góðri kveðju

Dóra

-o-

 

Stimpill sennilega frá Þorleifi Óskari Gíslasyni 1902- 1980. Hann virðist hafa notað stimpla bæði með kommu -ÓG- og án -OG-. Værum þakklát fyrir upplýsingar ef einhver lumar á þeim varðandi þennan stimpil og annað sem er á þessari síðu. Bent hefur verið á að þarna gæti verið á ferðinni stimpill frá Ólafi Gíslasyni er lærði hjá Þorgrími á Bessastöðum.

Svona lítur beltið út, sérkennileg millistykki, pörin eru 6 1/2kúlur og stimplar (ÓG) á báðum pörtum.

-o-

Ég hafði samband við Eddu dóttur Óskars Gíslasonar og spurði hana um stimplana hans. Hún taldi sig ekki hafa þá, en hún á hluti með stimplum, sem hún kom með til að sýna mér. Hún var með sveinstykkið hans og þar er stimpill sem mér finnst hægt að greina að þaö sé ó eins og þú varst að tala um Ásgeir, en mér finnst hann ekki vera alveg eins og hinn sem er á beltinu.

Ég á eftir að bera það betur saman. Þetta er bakhliðin á sveinsstykkinu.

Kveðja Dóra

-o-

Þetta armband var hér í viðgerð, ég náði að taka mynd af stimplinum, sem mér finnst mjög óvenjulegur, man ekki eftir að hafa séð hann. Sýndist þetta fyrst vera 3 stafir fléttaðir saman, en ef maður stækkar myndina finnst mér ég sjá stafina HS fléttaða saman. Var Halldór Sigurðsson úrsmiður með stimpil?, hann smíðaði stundum úr silfri og var frábær leturgrafari (faðir Björns Halldórssonar leturgrafara) var hann ekki lærður gullsmiður?

hs

 

Kveðja Dóra

Hér er armband með myndum af gömlum goðum, þetta eru Þór og Óðinn, Týr og Freyja, goðin sem vikudagarnir í gamla tímatalinu hétu eftir. Þriðjudagur hét Týsdagur, miðvikudagur Óðinsdagur, fimmtudagur Þórsdagur ug föstudagur Freyjudagur.
Það var Jón Dalmannsson gullsmiður, sem gerði þessar teikningar og lét skera út mót í tré. Eftir þeim hefur verið steypt, einnig gerði hann ermahnappa og nú hefur Dóra bætt við bindisnælu, einnig hálsmenum, hringum o. fl. Þetta er alltaf vinsælt og telst til sígildra muna.

jondalmannsson

-o-

Þetta víravirkisbelti hefur verið hér ásamt öðrum munum. Kona var að kaupa það af annari.

Mér tókst að taka mynd af simplinum. Ég man ekki eftir að hafa séð þennan stimpil er búin að senda Þór Magnússyni eintak.

doragg

GG 1933?

Ég heyrði í Þór í dag. Hann kannast heldur ekki við þetta, en ætlar að skoða það betur eftir helgina.

Mér sýnist ártalið vera 1963. Ef Þú snýrð stimplinum við er hann alveg eins svo þetta virðist vera spegilskrift  gæti verið GG, en ég sé engan sem mér finnst koma til greina.

Það eru nokkrir í bók Þórs, en þeir eru allir dánir fyrir þennan tíma og þessi gerð af upplyftu víravirrki virðist ekki byrja fyrr en um eða eftir 1920.

Það væri vissulega gaman að geta fundið út úr þessu.

Sjáum hvað setur.

gglogo

Hér er Ámundi búinn að senda mynd af öskju, sem virðist taka af alla vafa um uppruna stimpilsins dularfulla.

Kveðja Dóra.

Niðurstaða, stimpillinn er frá Gunnari Ásgeiri Hjaltasyni. Sonur hans Ámundi sendi Dóru mynd af skartgripaöskju þar sem sami stimpill kemur fram.

-o-

Við rákumst á þessa fallegu nælu og ákváðum að deila henni með ykkur, aðalega vegna stimpilsins.

GAMnaela2

GAM naela4

GAMnaela1

-o-

BodunMariu

Þetta er mjög gamalt munstur, sem heitir BOÐUN MARÍU.
Fyrir nokkur hundruð árum hefur það borist hingað til lands og íslenskir gullsmiðir farið að steypa eftir því (í sandsteypu). Upphaflega mun það hafa verið notað sem þjóðbúningasilfur.
Á 20. öldinni fóru konur að nota armbönd og um miðja öldina var þetta mjög vinsælt munstur og reyndar alveg síðan. Margir gullsmiðir áttu svona mót og smíðuðu armbömd, gjarnan með
mismunandi útliti að einhverju leiti, t.d. mismunandi köntum eða
samsetningum.

-o-

Hér eru beltispörin, sem ég sagði þér frá, sendi líka á Þór, hann er búinn að svara og heldur að þau séu eftir

Baldvin Björnsson.

 

Kveðja Dóra

DoraBeltispar

Þetta er nú orðin framhaldssaga, einhverntíma á þeim ferli kom kona í búðina að biðja mig að meta búningasilfur

Þar á meðal voru þessi pör, enginn stimpill og konan vissi ekki neitt. Ég sagði henni að ég hefði aldrei séð svona pör og vissi ekki hvers virði þau væru, það þyrfti þá helst að taka þau af svo hægt væri að vikta þau og reikna út verð, en þau væru mjög sérstök. Það hefur verið eftir það sem við fórum að skoða gömul mót frá Óskari Gíslasyni, sen Stefán Bogi hafði fengið með þegar hann keypti verkstæði Óskars. Svo nokkru seinna kom kona og sagði mér frá Ritgerð til BA-prófs, sem móðir hennar hafði skrifað í Háskólanum 1979, þá var hún í sagnfræði hjá Birni Th.

Þegar ég fór að lesa ritgerðina fór að koma samhengi í málið. Hér með sendi ég mynd af pörunum á beltinu, sem konan sýndi mér (hinar myndirnar ert þú víst búinn að fá, þær eru af mótunum úr safni Óskars.)

Svo nú vona ég að þetta komist til skila og þú getir farið að fá samhengi í málið.

 

Dor1

 

Hér skeði nokkuð forvirnilegt, ég leit í kassa með gömlum mótum frá Óskari Gíslasyni og rak þá augun

í þessar tinafsteypur, sú efri er greinilega af pörunum, sem ég sendi mynd af, en þarna vantar sverðið og

það sem virðist vera steypt sér og sett á á eftir. Hitt munstrið finnst mér líka forvitnilegt.

Það gæti verið norskt

D1

Í framhaldi af þessu mundi ég að mótkakassarnir frá Óskari eru 2 og fannst rétt að kanna hvað leyndist í hinum

kassanum og þar voru seglin, þau eru úr blýi og virðast orginal, miðstykkið er tinsteypa.

En þarna vantar andlitið, sem kemur undan seglinu vinstra megin og horfir á konuna á tilbúnu pörunum, en

konuandlitið er mun skírara á tinmótinu, sem ég sendi áðan.

Þetta er viðbót við það sem á undan er komið, svo þetta er orðin framhaldssga.

D2

-o-

Þetta rakst ég á í norskri bók, sem ég var að glugga í bókasafni Norræna hússins fyrir nokkru síðan, en ég skrifaði ekki hjá mér nafn bókarinnar.

Ég ætlaði að senda það til ykkar því mér fannst þetta forvitnilegt að Norðmenn hafi notað orðið víravirki, þó þeir séu búnir að tína því niður núna.

Með góðri kveðju

Dóra

-o-

 

 

Do1Do2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér hafa komið skemmtilegir gripir með óvenjulegum stimplum, sem ég hefi ekki séð áður. Stimpillinn St á pörunum segist Þór hafa séð og getið sér þess til að hann tilheyri Stefáni Eggertssyni, en það væri ágiskun. Hann kannaði hvort stimpillinn tilheyrði Stefáni Jónssyni en í ljós kom að hann hafi stimplað SJ.

Vilhjálm hef ég heyrt talað um. Það var hann sem byggði sér kofa á Kjalarnesi og sést á einni myndaseríunni sem Einar Haki setti saman.

-o-

 

stimplarDORA

Hér á ég myndir af gömlum stimplum. Efsti stimpillinn er á 1/2 svuntupari, ekki vitað hver smíðaði. Næstu 2 eru á spöng, þar sést einnig hvernig kanturinn er festur á spöngina. Skautbúningar komu í notkun um 1860, þá voru smíðaðar spangir til að nota við höfuðbúnaðinn. Aðstaða gullsmiða við kveikingar voru yfirleitt mjög erfiðar.
Stærri kveikingar gátu þeir helst framkvæmt, ef þeir höfðu aðgang að smiðju, þar gátu þeir eflt eldinn með því að stíga fýsibelg. Þess vegna “negldu ” þeir kantinn á (svipað’ og geirnegling) og það eru naglaförin sem sjást aftan á eins og litlir hringir.
Neðst er stimpill Guðmundar Gíslasonar aftan á vírvirkisnælu. Þú ert nú örugglega með stimpil hans í stimplasafninu þínu, en ég veit ekki hvort þú ert með útlit stimpilsins.
Kveðja Dóra.

 

 

 

 

 

-o-

Gamla Reykjavík. Grein um Barnaskóla Samúels í Mbl. 26. júní 1983.

-o-

Við Einar haki vorum í geymslu félagsins í gærmorgun og rakst ég þá á þessa bráðskemmtilegu auglýsingu.
Kveðja Dóra

Magnús-Hannesson-gullsmidur

 

 

 

 

 

Sæll Ásgeir, mér sýnist stimpillinn vera SvH, þá er það Sverrir Halldórsson.

stimp

 

 

 

 

 

 

-o-

Stimpill sem gaman væri að vita frá hverjum er. Samsettur úr T og N.

Hér er mynd af krossinum og stimplunum.
Heklustimpillinn er stimplaður á litla plötu, sem er kveikt á
og svo er þessi TN stimpill fyrir neðan steininn.
Svo kom kona að sýna mér ýmsa gamla muni, þar á meðal var
þessi fallefa næla,  sem mun vera eftir Pál Þorkelsson.

Kveðja Dóra.

a1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

a2

 

 

 

 

 

 

 

a3

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 -o-

Verkfæri

Skemmtileg heiti yfir verkfæri eru t.d. prall (notað í korpus) og rendla (notuð til að setja rendur í t.d. skúfhólka).

verkfæri1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fingurbjörgin

 

Þetta litla, handhæga áhald sem engin kona nú á tímum gæti hugsað sér að

vera án, á uppruna sinn  að þakka gullsmið einum hollenskskum. Hann smíðaði

fyrstur fingurbjörgina og sendi hana að gjöf til vinkonu sinnar, ásamt bréfi, þar

sem hann bað hana að taka við gjöfinni og hlífa sínum iðnu fingrum með henni,

þegar hún væri að sauma.. Hugmyndin þótti svo hentug að brátt fóru fleiri að

búa til fingurbjargir, og frá Hollandi bárust þær til Englands og urðu algengar

þar. Upprunalega  voru fingurbjargirnar hafðar til að hlífa þumalfingrinum svo

sem sjá má af enska nafninu “thimble”, upprunalega “thuble” dregið af “thumb”

(þumalfingur) og “bell” (klukka).

Í 19. júní 3. tbl. 1.9. 1920

 

-o-

Borgarstjórakeðjan kom í klössun til okkar fyrir einhverjum árum, þá notaði ég tækifærið að mynda hana.
Hún er glæsileg og fallega unnin, enda smíðuð af Leifi Kaldal. Skemmtilega fléttuð inn á milli merki elstu
og þekktustu starfsgreina. Eins og fram kemur í áletruninni aftan á Reykjavíkurskildinum er festin gefin
borginni af Iðnaðarmannafélagi Reykjavikur.
Kveðja Dóra
doraidn

-o-

DORAdem

-o-

þetta armband kom til viðgerðar, þetta eru Guðspjallamenn og
ég tók mynd af stimplinum, því ég man ekki eftir að hafa séð það
með stimpli afa þíns. En þetta virðist vera gert á vegum Silfur-
smiðjunnar.
Guðspjallamannaarmböndin hafa alltaf verið afar vinsæl og eru
enn í dag. Margar ungar konur eru með erfðagripi og uppgötva að
þetta eru tískugripir og láta gera þá upp og reka þá gjarnan upp
stór augu: vá, er þetta virkilega svona fallegt!
Svo fengum við líka gamalt stokkabelti með ártalinu 1891 og afar
skemmtilegum stimpli, sem ég tel vera Björn Árnason ( reyndar er
þessi stimpill í silfurbókinni hans Þórs) en spurningin er hvort þú ert
með hann í þínu safni.
Þetta er vínviðarmunstur og virðist hafa verið ansi vinsælt, því ég hef
séð þó nokkur með þessu munstri. Ég á mynd af einu sem er með
stimplinum ÞA, Þórarinn Ágúst á Ísafirði og ég man að Guðrún Katrín
forsetafrú átti svona belti og sagði að það væri frá Ísafirði, en ég veit
ekki stimpilinn á því.
Gott í bili, kveðja Dóra.
fraDoru
-o-

Menningarerfðir er nýleg fésbókarsíða á vegur Dóru þar sem finna má ýmsan fróðleik.

Í vinnslu:

KG Kristmundur Guðmundsson (28.9. 1900- 27.10. 1936)

(óþekktur stimpill) Björn Jónsson frá Búrfelli Vernharðssonar

VB Vilhjálmur Brandsson, Vík í Mýrdal og í Vestmannaeyjum