Guðmundur Bjarnason steinaslípari

 

WP_20160213_11_19_58_Pro
Guðmundur með blágríti úr Holuhrauni

Guðmundur Bjarnason steinaslípari á Akureyri er flestum gullsmiðum kunnur. Þegar hann lét af störfum, eftir að hafa verið verkstjóri í Slippnum á Akureyri  til margra ára, helgaði hann sig steinaslípun. Kom sér upp fullkomnari tækjum en áður höfðu sést hér á landi.

WP_20160213_11_00_04_Pro
Guðmundur sagar sundur bergkristal
WP_20160213_11_01_46_Pro
Hluti vinnustofunnar
WP_20160213_11_09_57_Pro
Bergkristallinn formaður
WP_20160213_11_38_25_Pro
Slípivél sem Guðmundur smíðaði
WP_20160213_11_37_09_Pro
Sög sem Guðmundur smíðaði

WP_20160213_11_49_08_Pro WP_20160213_11_49_02_Pro WP_20160213_11_48_55_Pro

Hluti mikils steinasafns Guðmundar

WP_20160213_11_52_42_Pro WP_20160213_11_49_53_Pro

Guðmundi er margt til lista lagt. Smíðisgripir eftir hann; krossar og forláta fiðrildi skreytt dýrum steinum.

WP_20160213_11_52_05_Pro
Bergkristall úr Vaðlaheiði. Hann fannst í landi Hallanda þegar sprengt var fyrir vegstæði um 7- 800m frá gangnamunna Vaðlaheiðarganga.
WP_20160213_12_01_01_Pro
Stínu eiginkonu Guðmundar fellur sjaldan verk úr hendi þótt aðeins vanti eitt og hálft ár í nírætt. Hún er mikil hagleiks kona og prýða margar veggmyndir hennar heimilið.

WP_20160213_12_04_19_Pro WP_20160213_12_04_35_Pro

Fallegar útsaumsmyndir húsfreyjunnar.

 

Stína, Kristín Hrund Kjartansdóttir frá Miðhvammi í Aðaldal, er fædd 2.12.1927 en Guðmundur er fæddur á Bíldudal 17.2.1930.  Hann flyst með foreldrum sínum til Akureyrar er faðir hans Bjarni Þorbergsson trésmiður fær þar vinnu 1934.  Uppúr 1970 byrjar Guðmundur að safna steinum og koma sér upp vélum sem hann ýmist smíðar sjálfur eða flytur inn frá Bandaríkjunum. Ein vélanna sem hann flytur inn, kringum 1978, er fullkomin fasettuslípivél sú eina sinnar tegundar sem verið hefur í notkun hér á landi.

 

gb

Bergkristallinn sem Guðmundur sést slípa á myndunum að ofan kominn á sinn stað á kaffikönnuloki.

 

 

Netnefnd þakkar þeim Stínu og Guðmundi kærlega góðar móttökur og hlakkar til að kíkja fljótlega í heimsókn aftur.

 

 

 

AR