Moissanite

moiss

Moissanite SiC

Manngerður moissanite er eðalsteinn sem fyrirtækið Charles & Colvard settu á markað árið 1998. Náttúrulegir mossanite eru afar sjaldgæfir. Fyrsta kristalinn fann Dr Henry Moissan  í loftsteini  árið 1893 í Canyon Diablo í Arizona. Í upphafi var kristallinn greindur sem demantur en 1904 fann Dr Henry  Moissan út að kristallinn var kísill og kolefni en ekki hreint kolefni.

Charles & Colvard  lögðu mikla áherslu við markaðssetninguna á að selja moissanite mæla til að greina þá frá demanti. Segja sumir að fyrirtækið hafi þénað jafn mikið á þessum mælum og steinunum í byrjun. Hörkustigið er næst demanti eða 9.5 á Mohs skala. Hingað til hefur ekki mikið orðið vart við þessa steina á Íslandi en gera má ráð fyrir að á ferðalögum og í gegnum netið hafi landsmenn keypt skartgripi með moissanite. Það er þó engin ástæða fyrir gullsmiði til þess að fjárfesta í dýrum mælum því ólíkt demanti, sem er í teningslaga/cubic kristlalflokki, er moissanite í sexhyrndu/hexagonal kristalkerfi sem þýðir að hann brýtur ljósið. Því er nóg að eiga 10x lúpu til að greina moissanite frá demanti. Best er að horfa með lúpunni gegnum fasettu neðan við borðið á steininum og skoða fasetturnar neðan á steininum, ef þær sýnast tvöfaldar ert þú líkast til með moissanite í höndunum.

moissanite2demantur1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Moissanite (4mm) og demantur (0.26 ct)  báðir brilliant slípaðir í þrítugfaldri stækkun. Greinilegar tvöfaldar línur fasettanna greina á milli.

Heyrst hefur að Charles & Colvard stefni að því að rækta moissanite í teningslaga/cubic kristal formi. Ef það tekst er athugandi að fjárfesta í moissanite mæli. Den tid den sorg.

 

moissanite

 

 

 

 

 

 

AR