Uppskrift af ódýrri súpu, a la Hannes.

Þessi súpa er fyrir fátæka námsmenn en gagnast líka þeim sem vilja einfaldlega holla og bragðgóða súpu.

  • 600 gr grænar baunir
  • 1 laukur
  • 1 grænmetisteningur
  • 1.5 dl mjólk
  • 4 dl vatn

Skerið laukinn niður og léttsteikið á pönnu.  Bætið vatni, baunum og teningnum útí og látið sjóða í 8 mín.  Mixið allt vel með töfrasprota.  Bætið mjólkinni við og smá pipar og látið krauma smá stund.  Tilbúið!  Ágætt að setja sýrðan rjóma yfir og e-ð fleira allt eftir því hvað hugmyndaflugið leyfir.