Articles by netnefnd

You are currently browsing netnefnd’s articles.

Enn um gullverð

-Gold price will explode & dollar get wiped out’ – warns investor Peter Schiff-. Sjá umfjöllun RT.

FÍG gefur ekki út jólabækling þetta árið en það má finna fínar hugmyndir að gjöfum í bæklingum frá 2015 og 2016.

Ódýrt fjármagn og aukinn áhugi á gulli gæti fjórfaldað verð á gulli. Það er skoðun fjárfestisins Rob McEwen sem er einn auðugasti maður Kanada. Hann telur að ódýrt fjármagn hafi valdið bólu á hlutabréfa og fasteignamarkaði, og jafnvel á markaði með listaverk.  Aðrir telja að alþjóðleg spenna og óvissa ýti undir verðhækkun. Nánar á vef RTViðbót; fróðleg grein um það sem kalla mætti huldufjármagn.

Rússneska námufyrirtækið Alrosa hefur tilkynnt að sala á demöntum í september  hafi minnkað miðað við árið í fyrra. Sömu sögu er að segja af De Beers þar sem sölutölur eru langt frá tölum fyrra árs. Ánægjulegri tíðindi eru að Alrosamenn hafa fundið 27.85 ct bleikan gæðastein sem fer á uppboð í þessum mánuði. Það er stærsti bleiki demantur sem þeir hafa fundið og hafa 67 fyritæki sýnt steininum áhuga. Nánar á vef National Jeweler.

Munið!

Fræðslufundinn 12. okt. kl. 20:00 Borgartúni 35.

Ása Gunnlaugsdóttir gullsmiður og hönnuður.

Sigurvegari í samkeppni um hönnun Bleiku slaufunnar 2017 er asa iceland en Ása Gunnlaugsdóttir gullsmiður og hönnuður hannaði slaufuna. Skartgripir asa iceland eru seldir í skartgripaverslunum víða um Ísland og eru þekktir fyrir stílhreina og vandaða hönnun.

Nánar á heimasíðu Krabbameinsfélagsins.

Egypskir fornleifafræðingar hafa opnað gröf gullsmiðsins Amenemhat. Lögðu þeir á sig mikla vinnu í brennandi sóli í heila 5 mánuði. Þessi fundur er mikilvægur fyrir Egypta því ferðamannaiðnaður landsins hefur átt í vanda eftir árásir og aðra óáran i landinu.  Nánar á vefsíðu The New York Times.

Frá Alfreð Wolfgang Gunnarssyni: Í gær byrjaði Norðulandameistaramót í gullsmíði. Íslensku þátttakendurnir okkar þær Alda Halldórsdóttir (meistari Anna María) og Sunna Björg Reynisdóttir (meistari Þórbergur Halldórsson) standa sig vel og eru faginu okkar og landi til sóma.
Það fylgir mynd með af gripnum sem þátttakendurnir eru að smíða, og eins og sést er það nákvæmnisvinna, og góð verðlaun að keppa um, plús titillinn Norðurlandameistari.

Costco þarf að greiða Tiffany & Co að minnsta kosti 19,4 milljónir Bandaríkjadala í bætur vegna sölu á hringum sem reyndust eftirlíkingar.

Nánar í Viðskiptablaðinu.

Tanzanite

Hér, á síðunni miningglobal.com, er listi með skýringum og myndir af 10 sjaldgæfustu eðalsteinunum.

« Older entries