Gleðileg jól.

Orðstír þinn deyr ekki, dverghaga þjóð,  dáð þín að nýju skal ljóma. (G.M.)

Um leið og við hvetjum Íslendinga til þess að versla hjá faglærðum gull- og silfursmiðum óskum við þjóðinni gæfu og gengis á árinu sem senn gengur í garð.  Það er góð trygging að skipta við fagfólk og ekki spillir að verðlag hér á Fróni er lágt á eðalmunum.  Hér er félagatal gullsmiða og þar er tengill inná heimasíður þar sem fræðast má um smiðina og fagra muni sem unnir eru af íslenskum hagleik.

Gullsmiðadagurinn 27. október.

Í tilefni dagsins eru félagsmenn hvattir til að bjóða viðskipavinum upp á fría hreinsun á uppáhalds skartgrip og að vera með hreinsivörur á tilboði.

Hvetjum félagsmenn  sem vita af  góðum blaðagreinum varðandi fagið að koma þeim til Rakelar Pálsdóttur hjá SI á netfangið rakel@si.is. Stefnt að því að þær verði birtar vikuna fyrir gullsmiðadaginn.

Snúum bökum saman og  kynnum daginn sem best.
Með bestu kveðju

Stjórnin

Verða kynnt fyrir drotningunni

Gullsmiðurinn Kristján Eyjólfsson og eiginkona hans, Yvonne, verða kynnt fyrir Elísabetu Englandsdrottningu á morgun er drottningin fær afhenta demantsnælu sem Kristján hannaði fyrir hana í tilefni af sextíu ára krýningarafmæli hennar, sem kallast demantsafmæli. Íslenskt víravirki er í nælunni.  Meira á Mbl.

Gullsmiðir bjóða mat á gulli

Vegna kaupa erlendra aðila og ófaglærðra á gulli vill FÍG – Félag íslenskra gullsmiða benda á að gullsmiðir á Íslandi kaupa brotagull og að alltaf má leita til innlendra fagaðila til að verðmeta hluti úr eðalmálmum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá FÍG.

„Íslenskir gullsmiðir hafa betri þekkingu til að meta hvaða muni fólk er með í höndunum heldur en ófaglærðir aðilar. Gripir eftir íslenska gullsmíðameistara enda jafnvel sem brotagull í höndum ófaglærðra þegar verðmæti í hlutum gætu verið talsvert meiri.

Þá bendir FÍG á að úr gömlu gulli má alltaf skapa nýjan hlut og eru íslenskir gullsmiðir viljugir að taka að sér slík verkefni. Þar sem innkaupsverð á gulli hefur verið í sögulegu hámarki undanfarin misseri er kjörið að fara þá leið til að hámarka verðgildi gullsins.“

mbl | 30.4.2012

Sjávarskart fjallkonunnar

Í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5 stendur yfir sýning Dýrfinnu Torfadóttur.

Í kynningu segir: “Áhrif vestfirskrar náttúru gætir í verkum höfnundar sem er sjálf ættuð frá Ísafirði. Þar kallast á nálægð sjávar, hrikaleg fjöll og hin viðkvæma vestfirska flóra. Þessi hughrif eru kveikjan að því að flétta saman í skart blóma- og jurtamynstur úr fiskiroði, endurunnu gúmmí ásamt silfurskrauti. Mynstrin eru sótt í íslenska skrautbúningahefð. Mynstrin í verkunum eru frá 1859 og upprunalega teiknuð af Sigurði Guðmundssyni, listmálara sem var mikill áhugamaður um kvenbúninga á Íslandi að fornu og nýju. Hann skapaði skrautbúninginn, hátíðarbúning íslenskra kvenna um miðja 19. öld.”

Sýningin stendur til 28. mars.

Rætur

Í Hafnarborg stendur nú yfir sýning á verkum gullsmiða og samtímahönnuða.

” Þema sýningarinnar vísar jafnt til náttúrunnar sem og menningarlegra róta. Sýningin gefur innsýn í heim íslenskrar skartgripahönnunar og þær ólíku rætur sem gullsmiðir og skartgripahönnuðir leita í varðandi hugmyndir, efnisval og aðferðir. Sýningin er unnin í samstarfi við sýninganefnd Félags íslenskra gullsmiða.” Segir í kynningarefni sýnigarinnar. Sýningin stendur frá 10. mars til 15. apríl.

Mat á gulli og silfri

 Mikið er rætt þessa dagana um kaup og sölu gamalla gripa úr gulli og silfri.

Íslenskir gullsmiðir hafa í gegn um aldirnar endurnýtt gamla muni og hafa eftir óskum neytenda tekið gamla muni í endurvinnslu.

Íslenskir gullsmiðir flytja inn efni til að vinna úr. Þetta efni er hægt að panta eftir ýmsum óskum. Hægt er að panta hreint gull og hreint silfur, sem er þá oftast afgreitt í litlum kornum (grain), sem miðast þá við 1000. Þetta er síðan blandað í ákveðnum hlutföllum. Mest er smíðað úr 14 karat gulli hér á landi og er það þá ýmist stimplað sem 14 k eða 585. Verð á þessum málmum hefur verið hátt á síðustu árum.

Þegar keyptir eru gamlir munir eru þeir í afar mismunandi ásigkomulagi. Þetta er efni, sem fyrst þarf að heinsa og yfirfara, það þarf að athuga kveikingar.

Einu sinni voru múrsteins og bismark skartgripir afar vinsælir og því mikið til af hálsfestum og armböndum í ýmsum breiddum og þykktum. Svona gripir eru með mörgum kveikingum, sem þýðir það að allir þessir litlu hlekkir eru kveiktir saman. Slaglóð heitir það, sem notað er til að kveikja saman hlekkina.

Það hefur jafnan sama styrkleika (14 karat) í samræmi við það, sem verið er að kveikja saman. En það er öðruvísi blandað til þess að hafa lægra bræðslumark. Þetta getur rýrt verðmæti hluta í endursölu. Þegar fólk vill selja gamla muni eru þeir metnir sem brotagull eða brotasilfur, sem hefur miklu minna verðgildi en hreinn málmur. Þar skifta líka máli svona atriði, sem þarf að meta. Ef  gullsmiður tekur svona hluti til að vinna úr þeim fyrir viðkomandi verður matið hærra fyrir eigandann, en það er metið í endursölu. Eins getur viðkomandi viðskiptavinur valið sér grip, sem hann vill kaupa og látið það gamla ganga upp í. Þannig fær kaupandinn líka meira fyrir efnið en að setja það beint í sölu sem brotaefni.

Safnanefnd

Félags íslenskra gullsmiða

Dóra G. Jónsdóttir

Helga Jónsdóttir

Sigmar Ó. Maríusson