Gleðileg jól.

Orðstír þinn deyr ekki, dverghaga þjóð,  dáð þín að nýju skal ljóma. (G.M.) Um leið og við hvetjum Íslendinga til þess að versla hjá faglærðum gull- og silfursmiðum óskum við þjóðinni gæfu og gengis á árinu sem senn gengur í garð.  Það er góð trygging að skipta við fagfólk og ekki spillir að verðlag hér […]

Gullsmiðadagurinn 27. október.

Í tilefni dagsins eru félagsmenn hvattir til að bjóða viðskipavinum upp á fría hreinsun á uppáhalds skartgrip og að vera með hreinsivörur á tilboði. Hvetjum félagsmenn  sem vita af  góðum blaðagreinum varðandi fagið að koma þeim til Rakelar Pálsdóttur hjá SI á netfangið rakel@si.is. Stefnt að því að þær verði birtar vikuna fyrir gullsmiðadaginn. Snúum bökum […]

Verða kynnt fyrir drotningunni

Gullsmiðurinn Kristján Eyjólfsson og eiginkona hans, Yvonne, verða kynnt fyrir Elísabetu Englandsdrottningu á morgun er drottningin fær afhenta demantsnælu sem Kristján hannaði fyrir hana í tilefni af sextíu ára krýningarafmæli hennar, sem kallast demantsafmæli. Íslenskt víravirki er í nælunni.  Meira á Mbl.

Gullsmiðir bjóða mat á gulli

Vegna kaupa erlendra aðila og ófaglærðra á gulli vill FÍG – Félag íslenskra gullsmiða benda á að gullsmiðir á Íslandi kaupa brotagull og að alltaf má leita til innlendra fagaðila til að verðmeta hluti úr eðalmálmum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá FÍG. „Íslenskir gullsmiðir hafa betri þekkingu til að meta hvaða muni fólk er […]

Sjávarskart fjallkonunnar

Í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5 stendur yfir sýning Dýrfinnu Torfadóttur. Í kynningu segir: “Áhrif vestfirskrar náttúru gætir í verkum höfnundar sem er sjálf ættuð frá Ísafirði. Þar kallast á nálægð sjávar, hrikaleg fjöll og hin viðkvæma vestfirska flóra. Þessi hughrif eru kveikjan að því að flétta saman í skart blóma- og jurtamynstur úr fiskiroði, endurunnu […]

Rætur

Í Hafnarborg stendur nú yfir sýning á verkum gullsmiða og samtímahönnuða. ” Þema sýningarinnar vísar jafnt til náttúrunnar sem og menningarlegra róta. Sýningin gefur innsýn í heim íslenskrar skartgripahönnunar og þær ólíku rætur sem gullsmiðir og skartgripahönnuðir leita í varðandi hugmyndir, efnisval og aðferðir. Sýningin er unnin í samstarfi við sýninganefnd Félags íslenskra gullsmiða.” Segir í […]

Mat á gulli og silfri

 Mikið er rætt þessa dagana um kaup og sölu gamalla gripa úr gulli og silfri. Íslenskir gullsmiðir hafa í gegn um aldirnar endurnýtt gamla muni og hafa eftir óskum neytenda tekið gamla muni í endurvinnslu. Íslenskir gullsmiðir flytja inn efni til að vinna úr. Þetta efni er hægt að panta eftir ýmsum óskum. Hægt er […]