Aurum hlaut Njarðarskjöldinn

Njarðarskjöldurinn hvatningarverðlaun Reykjavíkurborgar var veittur nú í byrjun ársins versluninni Aurum sem Guðbjörg Kr. Ingvarsdóttir veitir eins og kunnugt er forstöðu. Í frétt í Morgunblaðinu er sagt að Aurum hafi fest sig í sessi sem ein vinsælasta skartgripaverslun landsins og einnig hafi hún spurst afar vel út meðal ferðamanna. FÍG óskar Guðbjörgu til hamingju með […]

11.11.11

11.11.11 í huggulegu kaffiboði gullsmiðanema í Tækniskólanum benti Dóra G. Jónsdóttir á áhugavert efni sem finna má undir Tenglar  hér til vinstri hliðar á síðunni.  Nemar, hafið þökk fyrir framtakið. Þarna myndast gjarnan skemmtileg tengsl innan greinarinnar sem ljúfur kaffi ilmur innsiglar.

Gullsmiðadagurinn

verður haldinn í tengslum við afmæli félagsins, 19. október, í fyrsta sinn n.k. laugardag þann 22. október. Markmið Gullsmiðadagsins er vekja athygli á fagmennsku í greininni og fræða almenning um störf gullsmiða og mikilvægi þess að versla við faglærða. Þetta árið ætla gullsmiðir að leggja áherslu á þrif og almennt viðhald á skartgripum og bjóða […]

Nú sólin vermir hal og sprund.

Þegar sól hækkar á lofti dregur úr starfsemi félagsins. Kraftur einkenndi starfið í vor sem náði ákveðnu hámarki þegar heimasíða félagsins opnaði í sömu viku og sveinspróf var haldið. Óhætt er að segja að allir sem þar komu að máli hafi staðið sig með sóma; nemar, kennarar, nefndir og stjórn félagsins. Á óvissutímum er það […]