Alrosa tilkynnir minnkandi sölu

Rússneska námufyrirtækið Alrosa hefur tilkynnt að sala á demöntum í september  hafi minnkað miðað við árið í fyrra. Sömu sögu er að segja af De Beers þar sem sölutölur eru langt frá tölum fyrra árs. Ánægjulegri tíðindi eru að Alrosamenn hafa fundið 27.85 ct bleikan gæðastein sem fer á uppboð í þessum mánuði. Það er stærsti bleiki demantur sem þeir hafa fundið og hafa 67 fyritæki sýnt steininum áhuga. Nánar á vef National Jeweler.

Íslenskir gullsmiðir í Bella Center.

Frá Alfreð Wolfgang Gunnarssyni: Í gær byrjaði Norðulandameistaramót í gullsmíði. Íslensku þátttakendurnir okkar þær Alda Halldórsdóttir (meistari Anna María) og Sunna Björg Reynisdóttir (meistari Þórbergur Halldórsson) standa sig vel og eru faginu okkar og landi til sóma.
Það fylgir mynd með af gripnum sem þátttakendurnir eru að smíða, og eins og sést er það nákvæmnisvinna, og góð verðlaun að keppa um, plús titillinn Norðurlandameistari.

Sveinspróf

Sveinsprófsnefnd að störfum.

Nú er sveinsprófum lokið þar sem 8 nemar þreyttu próf. Allir stóðust með sóma þrekraun þessa. FÍG heldur að því tilefni boð fyrir nýsveina og alla þá sem vilja fagna með þeim miðvikudag 7. júní í Borgartúni 35 kl. 18:30.

Amazing Home Show helgina 19. til 21. maí.

Kristinn og Unnur standa vaktina.

Á sýningunni er FÍG með bás þar sem starf gullsmiða er kynnt og boðið uppá ókeypis hreinsun á skartgripum. Hreinsivörur eru einnig á tilboði. Á Amazing Home Show, sem gjarnan hefði mátt íslenska, er áherslan lögð á vörur og þjónustu fyrir nútímaheimilið, fyrir fjölskylduna og frístundir hennar, það nýjasta nýtt í hönnun ásamt skemmtilegum kynningum og uppákomum.