Sveinspróf

Sveinsprófsnefnd að störfum.

Nú er sveinsprófum lokið þar sem 8 nemar þreyttu próf. Allir stóðust með sóma þrekraun þessa. FÍG heldur að því tilefni boð fyrir nýsveina og alla þá sem vilja fagna með þeim miðvikudag 7. júní í Borgartúni 35 kl. 18:30.

Kristinn og Unnur standa vaktina.

Á sýningunni er FÍG með bás þar sem starf gullsmiða er kynnt og boðið uppá ókeypis hreinsun á skartgripum. Hreinsivörur eru einnig á tilboði. Á Amazing Home Show, sem gjarnan hefði mátt íslenska, er áherslan lögð á vörur og þjónustu fyrir nútímaheimilið, fyrir fjölskylduna og frístundir hennar, það nýjasta nýtt í hönnun ásamt skemmtilegum kynningum og uppákomum.

Frá Dóru er hér skemmtileg frásögn þar sem Brísingamen Freyju kemur við sögu.

Orr

Ég vil ekki læra að bíða og bíða, betra’ er að stökkva og falla’ en að skríða.

Viðtal við listamennina í Orr.

Kennarar og nemar í gullsmíði.

…fer fram í Laugardalshöll 16. til 18. mars. Um 150 keppendur munu taka þátt í Íslandsmótinu og keppt verður í 21 iðngrein. Nokkrar greinar til viðbótar verða með kynningu á störfum en alls taka 27 iðn- og verkgreinar þátt  í ár. Fagreinarnar bjóða einnig upp á „Prófaðu“ svæði þar sem gestir fá að fikta, smakka og upplifa. Á laugardeginum eru fjölskyldur sérstaklega velkomnar. Nánar á vef Tækniskólans.

Flóðatíð hefur verið í norðurhluta Kaliforníu undanfarið og hafa margir ævintýramenn sett stefnuna þangað. Flóðin hafa komið róti á jarðveg sem auðveldar gullgleitarmönnum störfin. Nánar á DV vefnum.

Ágætu félagsmenn,

Minnum á skráningu á aðalfund FÍG sem haldinn verður laugardaginn 25. febrúar nk. í Golfskála Golfklúbbs Reykjavíkur (GR), Grafarholti, 113 Reykjavík og hefst fundur klukkan 16.00. Skráning fer fram á netinu, stjórnin.

Gullforðinn heim

Þýski seðlabank­inn hef­ur haf­ist handa við að flytja gull­birgðir sín­ar heim til Þýska­lands. Gullið hef­ur allt frá tím­um Kalda stríðsins verið geymt í Par­ís og New York. Um er að ræða 3.378 tonn af gulli sem met­in eru á um 120 millj­arða evra og hef­ur gull­forðinn orðið tákn­mynd þýsks fjár­mála­stöðug­leika. Íslendingar gætu keypt 6 tonn árlega fyrir þá upphæð sem fer í vaxtagreiðslur af gjaldeyrisforða þjóðarinnar m.v. vaxtagreiðslur ársins 2012 og verð á gulli um þessar mundir. 3.378 tonn jafngilda því að Íslendingar ættu tæp 14 tonn hlutfallslega en magnið er á bilinu 1 til 2 tonn í reynd. Nánar á Mbl.is

HönnunarMars

Kæru gullsmiðir, Nú fer að styttast í okkar árlega HönnunarMars, sem haldinn verður dagana 23-26. mars. Í ár efnir félagið til sérstakrar hönnunarsamkeppni sem ber heitið SAMSUÐA. Innsend verk verða framlag okkar fagfélags í sýningunni á HönnunarMars og verða sýnd í Hörpunni. Skipuð verður sérstök dómnefnd sem velur bestu hönnunina. Í dómnefnd munu sitja faglærðir einstaklingar innan hönnunar. HönnunarMars er kjörið tækifæri til að koma sér á framfæri. Gullsmiðir eru hvattir til að taka þátt, bæði félagsmenn og þeir sem ekki eru skráðir í félagið.

Fyrirspurnir skulu sendast á sýningarnefnd olgaperla@hotmail.com eða sigridur@ask.is

Frá Dóru

Fróðleik frá Dóru um dularfulla stimpla má finna hér. Skemmtilesning fyrir gullsmiði og áhugasama grúskara.

« Older entries § Newer entries »