Íslandsmót verk- og iðngreina

Kennarar og nemar í gullsmíði.

…fer fram í Laugardalshöll 16. til 18. mars. Um 150 keppendur munu taka þátt í Íslandsmótinu og keppt verður í 21 iðngrein. Nokkrar greinar til viðbótar verða með kynningu á störfum en alls taka 27 iðn- og verkgreinar þátt  í ár. Fagreinarnar bjóða einnig upp á „Prófaðu“ svæði þar sem gestir fá að fikta, smakka og upplifa. Á laugardeginum eru fjölskyldur sérstaklega velkomnar. Nánar á vef Tækniskólans.

Gullforðinn heim

Þýski seðlabank­inn hef­ur haf­ist handa við að flytja gull­birgðir sín­ar heim til Þýska­lands. Gullið hef­ur allt frá tím­um Kalda stríðsins verið geymt í Par­ís og New York. Um er að ræða 3.378 tonn af gulli sem met­in eru á um 120 millj­arða evra og hef­ur gull­forðinn orðið tákn­mynd þýsks fjár­mála­stöðug­leika. Íslendingar gætu keypt 6 tonn árlega fyrir þá upphæð sem fer í vaxtagreiðslur af gjaldeyrisforða þjóðarinnar m.v. vaxtagreiðslur ársins 2012 og verð á gulli um þessar mundir. 3.378 tonn jafngilda því að Íslendingar ættu tæp 14 tonn hlutfallslega en magnið er á bilinu 1 til 2 tonn í reynd. Nánar á Mbl.is

HönnunarMars

Kæru gullsmiðir, Nú fer að styttast í okkar árlega HönnunarMars, sem haldinn verður dagana 23-26. mars. Í ár efnir félagið til sérstakrar hönnunarsamkeppni sem ber heitið SAMSUÐA. Innsend verk verða framlag okkar fagfélags í sýningunni á HönnunarMars og verða sýnd í Hörpunni. Skipuð verður sérstök dómnefnd sem velur bestu hönnunina. Í dómnefnd munu sitja faglærðir einstaklingar innan hönnunar. HönnunarMars er kjörið tækifæri til að koma sér á framfæri. Gullsmiðir eru hvattir til að taka þátt, bæði félagsmenn og þeir sem ekki eru skráðir í félagið.

Fyrirspurnir skulu sendast á sýningarnefnd olgaperla@hotmail.com eða sigridur@ask.is

2017

ea3a4b36-ed88-48f8-8611-4863fe641155
Öllum er hulið hvað árið nýja ber í skauti sínu, hvort það verður blítt eða strítt.

Gleðilegt nýtt ár, ár sem Sameinuðu þjóðirnar hafa tileinkað sjálfbærri ferðaþjónustu og efnahagslegri þróun.

Gleðileg jól kæru landsmenn

FÍG óskar félagsmönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla. Megi nýja árið verða Íslendingum heilladrjúgt. Höfum í huga varnaðarorðin í þjóðvísunni sem segir:

Tíminn líður trúðu mér

taktu maður vara á þér

heimurinn er sem hála gler

hugsaðu hvað á eftir fer.