Nox í útrás

JO

Jóhannesi Arnljóts Ottóssyni hefur verið boðið að taka þátt í sýningu sem haldin er í París á sjálfri Signu. Stjórnandi sýningarinnar
er Jessica Minh Anh sem er stórstjarna í heimi hátískunnar og er þetta mikill heiður fyrir Jóhannes og virðingarvottur íslenskri gullsmíði.
Hér má fræðast um Jessicu Minh Anh og sýningu hennar frá því í fyrra.

Félagsfundur þann 25. apríl sl.

Gullsmiður við störf sín.

Á fundinum voru rædd drög að nýrri námskrá.  Stjórn  og fræðslunefnd FÍG stóðu að honum. Margar góðar uppbyggilegar ábendingar um það hvernig bæta megi námið í gull- og silfursmíði komu fram. Voru menn sammála um að ekki mætti stytta verklegt nám á vinnustað. Breyta mætti áherslum í verknámi skólans, í stuttu máli auka praktískt verklegt nám.

Stytt samantekt stjórnar og fræðslunefndar FÍG.

Ennfremur má nefna að nokkrir fundarmenn vöktu athygli á því að ekki mætti skerða meir en orðið er hlutverk meistarans.

Faldbúningur Rannveigar Filipusdóttur Sívertsen

Minni DSC01661-0017

Föstudaginn 26. febrúar fékk Byggðasafn Hafnarfjarðar og Hafnarfjarðarbær afhentan faldbúning á Rannveigu Filipusdóttur Sívertsen. Búningurinn er gjöf frá Annríki – Þjóðbúningar og skart sem hjónin Guðrún Hildur Rosenkjær, klæðskeri og sagnfræðingur og Ásmundur Kristjánsson gullsmiður unnu í samstarfi við hópinn Faldafreyjur sem skipaður er 9 konum. Nánar á heimasíðu Annríkis.

HönnunarMars

logo-is-2016

HönnunarMars fram dagana 10. -13. mars. Heiti og þema sýningar FÍG að þessu sinni er iðnaður/industrial -Lifandi vinnustofa gullsmiða og verður sett upp í Hafnarhúsinu. Rýminu verður skipt upp í tvennt, annarsvegar sýningarsvæði og hinsvegar verkstæði þar sem 2-3 gullsmiðir verða að störfum. Verkefnastjórar eru Jóhannes Ottósson og Unnur Eir Björnsdóttir.

Aðalfundur

Ágætu félagsmenn. Aðalfundur Félags íslenskra gullsmiða verður haldinn laugardaginn 5. mars nk. í golfskála Golfklúbbs Reykjavíkur (GR), Grafarholti og hefst fundur klukkan 17:00.  Að fundi loknum eru gullsmíðanemar og aðrir velunnarar félagsins velkomnir til að njóta með okkur kvöldverðar og verður barinn opinn fram eftir kvöldi. Gert er ráð fyrir borðhald hefjist klukkan 20:00. Gestir sem ekki sitja fundinn eru hvattir til að mæta fyrr þar sem hugguleg aðstaða er til að hittast og spjalla áður en borðhald hefst.

Góðgerðartónleikar Kvennakórs Kópavogs

Stebbi Hilmars, Sigga Beinteins og fleiri frábærir listamenn mæta í Lindakirkju á næsta fimmtudag. Svo nú er æft og æft.. og æft aðeins meira. Eitt lag enn í bland við annað eyrnakonfekt komið rækilega á heilann… Ég myndi tryggja mér miða í forsölu í ykkar sporum, ekki víst að mikið verði eftir við innganginn á tónleikakvöldi. Getið nálgast miða hjá mér, eða á midasalakveko@gmail.com

Ásdís Þ. Hafsteinsdóttir