Sumarferð FÍG

Kæri félagi,

Félag íslenskra gullsmiða ætlar að fara í stutta, en skemmtilega rútuferð miðvikudaginn 13. maí kl. 18:20 (frí daginn eftir)

Stefnan er tekin á blómabæinn Hveragerði, þar mun ísdrottningin og formaður Samtaka iðnaðarins Guðrún Hafsteinsdóttir hjá Kjörís taka á móti okkur og segja okkur frá sögu fyrirtækisins. Eftir heimsóknina ætlum við að snæða létt í Hverargerði og áætlaður komutími til Reykjavíkur um kl. 23:00

Rútan mun stoppa á þremur stöðum á leið sinni út úr bænum og pikka upp félagsmenn sem eru:

18:20 – 101 Hótel, Ingólfsstræti. Hægt er að mæta fyrr og taka spjall.
18:30 – Borgartún 35, Samtök iðnaðarins (hægt að skilja bíla eftir þar)
18:45 – Shell bensínstöð við Vesturlandsveg.

Þátttökugjald í þessa frábæru ferð er 2500 kr. í því gjaldi er rúta og léttar veitingar á leiðinni austur.

Hver og einn sér svo um að greiða sinn kvöldverð, makar eru að sjálfsögðu velkomnir.  Við lofum frábærri skemmtun og vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta.

Vinsamlega skráið ykkur HÉR fyrir þriðjudaginn 12. maí.

Kveðja,
Nefndin