Til hamingju heiðursfélagi

JL

Jóhannes Leifsson gullsmiður og heiðursfélagi Félags íslenskra gullsmiða verður 95 ára þann 6. júlí n.k. Félag íslenskra gullsmiða óskar honum og fjölskyldu hans hjartanlega til hamingju. Í bókinni Gullsmiðatal frá 1990 segir að Jóhannes sé fæddur þann 6. júlí 1920 á Ketilstöðum í Hvammssveit Dalasýslu. Faðir hans var Leifur Grímsson bóndi og móðir hans var Hólmfríður Sigurðardóttir húsfreyja. Jóhannes lauk sveinsprófi 1946 og stundaði framhaldsnám í Danmörku og Svíþjóð. Eigið verkstæði frá 1952. Hann var formaður FÍG um árabil og gengdi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagið. Jóhannes er nú sestur í helgan stein eftir drjúgt dagsverk og þakkar Félag íslenskra gullsmiða honum farsæla samfylgd.