Ágætu gullsmiðir

Þriðjudaginn 13. október kl. 19:00, á Sólon í Bankastræti 7a (efri hæð) ætlar félagið að halda örstuttan félagsfund. Aðalefni kvöldsins er erindi sem fræðslunefnd FÍG ætlar að bjóða okkur uppá. Einnig ætlar Sigurður Ingi Bjarnason í SIGN að segja okkur frá birgðakerfi sem hann hefur verið að nota í sínum rekstri.

Við hvetjum alla til að mæta og hlusta á Inga, hann hefur frá mörgu upplýsandi að segja. Veist þú hvað þinn tími kostar? Við sölu á vöru, eru allir þættir teknir inn í verðlagningu?

Með bestu kveðju,

Stjórn og fræðslunefnd FÍG