Aurum hlaut Njarðarskjöldinn

Guðbjörg Kr. Ingvarsdóttir

Njarðarskjöldurinn hvatningarverðlaun Reykjavíkurborgar var veittur nú í byrjun ársins versluninni Aurum sem Guðbjörg Kr. Ingvarsdóttir veitir eins og kunnugt er forstöðu. Í frétt í Morgunblaðinu er sagt að Aurum hafi fest sig í sessi sem ein vinsælasta skartgripaverslun landsins og einnig hafi hún spurst afar vel út meðal ferðamanna. FÍG óskar Guðbjörgu til hamingju með glæstan árangur. Gaman er að geta þess að í fyrra var það Gullkúnst Helgu sem hlaut þessa eftirsóttu viðurkenningu.