Sjávarskart fjallkonunnar

Í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5 stendur yfir sýning Dýrfinnu Torfadóttur.

Í kynningu segir: “Áhrif vestfirskrar náttúru gætir í verkum höfnundar sem er sjálf ættuð frá Ísafirði. Þar kallast á nálægð sjávar, hrikaleg fjöll og hin viðkvæma vestfirska flóra. Þessi hughrif eru kveikjan að því að flétta saman í skart blóma- og jurtamynstur úr fiskiroði, endurunnu gúmmí ásamt silfurskrauti. Mynstrin eru sótt í íslenska skrautbúningahefð. Mynstrin í verkunum eru frá 1859 og upprunalega teiknuð af Sigurði Guðmundssyni, listmálara sem var mikill áhugamaður um kvenbúninga á Íslandi að fornu og nýju. Hann skapaði skrautbúninginn, hátíðarbúning íslenskra kvenna um miðja 19. öld.”

Sýningin stendur til 28. mars.