Íslandsmót verk- og iðngreina

Kennarar og nemar í gullsmíði.

…fer fram í Laugardalshöll 16. til 18. mars. Um 150 keppendur munu taka þátt í Íslandsmótinu og keppt verður í 21 iðngrein. Nokkrar greinar til viðbótar verða með kynningu á störfum en alls taka 27 iðn- og verkgreinar þátt  í ár. Fagreinarnar bjóða einnig upp á „Prófaðu“ svæði þar sem gestir fá að fikta, smakka og upplifa. Á laugardeginum eru fjölskyldur sérstaklega velkomnar. Nánar á vef Tækniskólans.