Sveinspróf

Sveinsprófsnefnd að störfum.

Nú er sveinsprófum lokið þar sem 8 nemar þreyttu próf. Allir stóðust með sóma þrekraun þessa. FÍG heldur að því tilefni boð fyrir nýsveina og alla þá sem vilja fagna með þeim miðvikudag 7. júní í Borgartúni 35 kl. 18:30.