Ný heimasíða

Velkomin á heimasíðu Félags íslenskra gullsmiða. Fimmtudagurinn 26. maí 2011 er formlegur opnunardagur síðunnar.  Ætlunin er að hér verði vettvangur gullsmiða til að miðla upplýsingum og fróðleik um fagið.  Félagsmenn eru hvattir til að senda inn uppbyggilegt efni og skemmtilegt.  Stjórn, ritnefnd og netnefnd hafa unnið að síðunni undanfarnar vikur með ómetanlegri aðstoð Arnar Haraldssonar.  Til hamingju FÍG!