Nú sólin vermir hal og sprund.

Þegar sól hækkar á lofti dregur úr starfsemi félagsins. Kraftur einkenndi starfið í vor sem náði ákveðnu hámarki þegar heimasíða félagsins opnaði í sömu viku og sveinspróf var haldið. Óhætt er að segja að allir sem þar komu að máli hafi staðið sig með sóma; nemar, kennarar, nefndir og stjórn félagsins. Á óvissutímum er það til að styrkja okkur og efla með okkur bjartsýni að sjá kraftinn í unga fólkinu og góða samvinnu hinna eldri.