Ágætu gullsmiðir.

Hönnunarmars í ár verður haldinn dagana 27.-30. mars og að þessu sinni mun Félag íslenskra gullsmiða standa fyrir veglegri sýningu í Hörpunni sem ber heitið SAMSPIL. Það er frábært tækifæri fyrir okkur að vera á þessum stað, þar sem mikið er um að vera í Hörpunni og fjöldi fólks mun án efa leggja leið sína þangað þessa helgi. Ákveðið hefur verið að bjóða fleiri hönnuðum að sýna með okkur þ.e.a.s. hönnuðum í fagfélögum innan Hönnunarmiðstöðvarinnar.

Sýningarnefnd FÍG.