Leit að gulli á Íslandi

Næstkomandi fimmtudag, þann 20. nóvember kl. 20:00 mun dr. Hjalti Franzson jarðfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum flytja fyrirlestur um gull í náttúrunni. Þar mun hann meðal annars rekja sögu gullleitar á Íslandi og hvað það er í íslenskri náttúru sem leiðir til að gullútfellingar myndast. Einnig mun hann fjalla um hvaða aðferðum gullleitarmenn beita til að ná sem bestum árangri, hvernig mat á vænlegum svæðum er gert og hvernig gullið er unnið úr berginu. Er von til þess að íslenskir gullsmiðir geti notað íslenskt gull í framtíðinni? Fyrirlesturinn er í tengslum við afmælissýningu FÍG, Prýði, sem stendur yfir í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ.

Kíkið við á fimmtudagskvöldið og fræðist um áhugavert efni!