Ágætu gullsmiðir

Þá er komið að fyrsta félagsfundi vetrarins sem verður haldinn miðvikudaginn 23. október kl. 19.00 á Kaffi Sólon Bankastræti 7a. Vinsamlegast tilkynnið komu ykkar Maríu Hallbjörnsdóttur maria@si.is  Hér fyrir neðan er linkur inn á Hönnunarsjóðinn sem við hvetjum ykkur að skoða nánar fyrir fundinn. http://sjodur.honnunarmidstod.is

Leiðin að Silfri Íslands

Þriðjudaginn 15. október kl. 12  flytur Lilja Árnadóttir erindi sem hún nefnir Leiðin að Silfri Íslands.  Í erindinu sem er liður í fyrirlestraröð Þjóðminjasafnsins mun Lilja varpa ljósi á hversu fjölþætt vinna, umfangsmikil skráning og rannsóknir liggja að baki sýningunni Silfur Íslands sem nú stendur í Bogasal Þjóðminjasafnsins.

Bleika slaufan 2013

Bleika Slaufan 2013 er hönnuð af þeim Ástþór og Kjartani gullsmiðum hjá Orr og er sérlega falleg þetta árið. Bleika Silfurslaufan 2013 er handunnin viðhafnarútgáfa Bleiku Slaufunnar, og er hún smíðuð á verkstæði hönnuðanna, Orr í Bankastræti 11. Þar er hún fáanleg og einnig hjá gullsmiðum víða um land. Orr gefur alla vinnu við hönnun og smíði […]