Bleika slaufan 2013

24miniBleika Slaufan 2013 er hönnuð af þeim Ástþór og Kjartani gullsmiðum hjá Orr og er sérlega falleg þetta árið. Bleika Silfurslaufan 2013 er handunnin viðhafnarútgáfa Bleiku Slaufunnar, og er hún smíðuð á verkstæði hönnuðanna, Orr í Bankastræti 11. Þar er hún fáanleg og einnig hjá gullsmiðum víða um land.

Orr gefur alla vinnu við hönnun og smíði slaufunnar sem og allan ágóða af sölu hennar og rennur hann til Krabbameinsfélagsins.

Form slaufunnar  myndar tákn óendanleikans sem umlykur steininn. Hún minnir okkur þannig á að óendanlegur kærleikur okkar hvert í annars garð er dýrmætasta umgjörðin um lífið og mikilvægi þess að við stöndum þétt saman þegar erfiðleikar steðja að.  Heimasíða Orr.