Þriðjudaginn 15. október kl. 12 flytur Lilja Árnadóttir erindi sem hún nefnir Leiðin að Silfri Íslands.
Í erindinu sem er liður í fyrirlestraröð Þjóðminjasafnsins mun Lilja varpa ljósi á hversu fjölþætt vinna, umfangsmikil skráning og rannsóknir liggja að baki sýningunni Silfur Íslands sem nú stendur í Bogasal Þjóðminjasafnsins.