Föstudaginn 26. febrúar fékk Byggðasafn Hafnarfjarðar og Hafnarfjarðarbær afhentan faldbúning á Rannveigu Filipusdóttur Sívertsen. Búningurinn er gjöf frá Annríki – Þjóðbúningar og skart sem hjónin Guðrún Hildur Rosenkjær, klæðskeri og sagnfræðingur og Ásmundur Kristjánsson gullsmiður unnu í samstarfi við hópinn Faldafreyjur sem skipaður er 9 konum. Nánar á heimasíðu Annríkis.