Félagsfundur þann 25. apríl sl.

Gullsmiður við störf sín.

Á fundinum voru rædd drög að nýrri námskrá.  Stjórn  og fræðslunefnd FÍG stóðu að honum. Margar góðar uppbyggilegar ábendingar um það hvernig bæta megi námið í gull- og silfursmíði komu fram. Voru menn sammála um að ekki mætti stytta verklegt nám á vinnustað. Breyta mætti áherslum í verknámi skólans, í stuttu máli auka praktískt verklegt nám.

Stytt samantekt stjórnar og fræðslunefndar FÍG.

Ennfremur má nefna að nokkrir fundarmenn vöktu athygli á því að ekki mætti skerða meir en orðið er hlutverk meistarans.