Gullsmiðir fræðast um skráningu á vörumerkjum og hönnun.

Félag íslenskra gullsmiða stóð fyrir fundi um skráningu á vörumerkjum og hönnun í Húsi atvinnulífsins fimmtudaginn 22. september. Farið var yfir hvað vörumerki væri og til hvers ætti að skrá vörumerki hjá Einkaleyfastofu. Helstu kostir skráningar er vernd áður en notkun hefst á merki. Auk þess er hægt að fá úr því skorið áður en farið er út í kostnaðarsamt markaðsstarf hvort hægt er að fá einkarétt á merkinu. Þá er auðvelt að sanna rétt til vörumerkis ef um ágreining verður að ræða. Skráningargjald er 28 þúsund krónur og gildir í 10 ár sem hægt er síðan að framlengja um 10 ár í senn. Á vefsíðu Einkaleyfastofu er hægt að fá frekari upplýsingar.  Af vef SI.