Sælir kæru félagar
Vegna góðs árangurs með jólabækling FÍG í fyrra höfum við ákveðið að safna saman í bækling fyrir þessi jól en við verðum að hafa hraðar hendur. Ef undirtektirnar verða jafn góðar og í fyrra má búast við að verðið verði svipað. Sniðið á bæklingnum verður það sama og í fyrra, pappír og stærð.
Við viljum að bæklingurinn verði lýsandi fyrir íslenska skartgripasmíði og okkur til sóma. Eftirfarandi atriði þarf að uppfylla:
Bakgrunnur mynda: Svartur eða hvítur.
Módel myndir leyfilegar.
Stilla erlendri framleiðslu í hóf, aðallega íslensk smíð.
Ekki nein úr, töskur eða aðrar vörur en gull og silfursmíði.
Við viljum benda á Írisi ljósmyndara ef ykkur vantar faglegar myndir, en verið í sambandi við hana með góðum fyrirvara.
Svar vegna áhuga um þátttöku þarf að berast fyrir föstudaginn 19. September. Síðar verður haft samband með lokaverð og staðsetningu í blaðinu.