Afmælisár FÍG – 2014

Ágætu félagsmenn

Nú er 90 ára afmælisár félagsins 2014 gengið í garð. Af því tilefni munum við efna til nokkurra viðburða á árinu. Fyrst ber að nefna að haldin verður afmælissýning í samvinnu við Hönnunarsafn Íslands. Sýningin mun opna í október en stofndagur félagsins er 19. október 1924.

Undirbúningur sýningarinnar hefst í febrúar með því að gullsmiðir heimsækja Hönnunarsafn Íslands. Harpa Þórsdóttir forstöðumaður safnsins tekur á móti okkur þriðjudaginn 11. febrúrar kl. 18:30 og kynnir fyrir okkur safnið og markmið þess, sem meðal annars er að byggja upp safnkost af íslenskri hönnun. Þess má geta að munir safnsins af íslenskri gull- og silfursmíði er nánast enginn og því eitt af markmiðum afmælisársins að auka við hann.

Í þriðju viku febrúar stendur afmælisnefndin fyrir námskeiði í listasögu, Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur tekur að sér að fræða okkur. Á námskeiðinu verður þema sýningarinnar mótað og verður það haldið í sal Samtaka iðnaðarins að Borgartúni 35. Dagsetning og þátttökutilkynning verður send út síðar.

Fleiri atburðir á “Afmælisárinu“ verða kynntir síðar og afmælisnefndina skipa :

 

Edda Bergsteinsdóttir       s. 690 3935           edda@seddab.is

Halla Bogadóttir                s. 661 7797           halla@kraum.is

Sif Ægisdóttir                     s. 691 1855           hunoghun@hunoghun.is

 

Með kveðju,

Afmælisnefnd Félags íslenskra gullsmiða