Íslandsmót iðn- og verkgreina verður haldið í Kórnum Kópavogi 6. – 8. mars og er keppnin sú stærsta til þessa. 5 gullsmíðanemar taka þátt nú í fyrsta sinn. Það er hollt fyrir sálina að sjá unga fólkið að störfum og eflir bjartsýni, eftir nokkur dimm og drungaleg ár. Framhaldsskólar landsins taka þátt í mótinu og verða með kynningu á starfsemi sinni. Nánar á vef SI.